Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eyþór Einarsson er hér í vettvangsferðinni á Urðum í Svarfaðardal með Christine Fast frá Þýskalandi, sérfræðingi í príon-sjúkdómum, sem stýrir alþjóðlega hópnum.
Eyþór Einarsson er hér í vettvangsferðinni á Urðum í Svarfaðardal með Christine Fast frá Þýskalandi, sérfræðingi í príon-sjúkdómum, sem stýrir alþjóðlega hópnum.
Mynd / Karólína Elísabetardóttir
Fréttir 22. júní 2023

Nær 1.000 lömb talin bera verndandi arfgerð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 600 lömb á Íslandi bera hina alþjóðlegu viðurkenndu verndandi arfgerð ARR gegn riðuveiki í sauðfé, samkvæmt nýjustu tölum. Þar af eru 11 lömb arfhrein.

Arfgerðin T137, sem talin er vera verndandi gegn riðusmiti, hefur fundist í 356 lömbum og þar af eru 14 arfhrein.

Þetta kemur fram í upplýsingum frá Eyþóri Einarssyni, sauðfjárræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hann segir að um níu prósent fullorðinna gripa á Íslandi sem skráðir eru í skýrsluhaldskerfið Fjárvís hafi verið arfgerðagreindir.

„Af þeim eru 21 prósent sem teljast með lítið næma eða vendandi arfgerð. Áhersluverkefnið fram undan er að lækka hratt þetta hlutfall sem telst hlutlaust, sem eru 74 prósent gripa, og útrýma áhættuarfgerðinni, sem fimm prósent gripa bera,“ segir Eyþór.

Ítalinn Romolo Nonno á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd við Eyjafjörð.
Upplýsingafundur í Skagafirði um riðuveiki

Hugðist Eyþór kynna þessar niðurstöður á upplýsingafundum um riðuveiki sem halda átti í gærkvöldi í Varmahlíð í Skagafirði, eftir að Bændablaðið fór í prentun.

Hópur riðusérfræðinga frá Eng­landi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi er staddur á Íslandi í tengslum við fundarhöldin í Skagafirði og fór hópurinn ásamt íslenskum riðusérfræðingum í vettvangsferðir á riðuslóðir á Norðurlandi vestra fyrri part vikunnar.

Að sögn Eyþórs hefur góður gangur verið í arfgerðargreiningum upp á síðkastið. Frá því í vor hafa um 7.500 sýni verið send til greiningar. Niðurstöður liggja fyrir úr um 5.400 sýnum. Af þeim 11 lömbum sem eru arfhrein og bera ARR arfgerðina eru fimm hrútlömb. Af þeim 14 arfhreinu lömbum með T137 eru sjö hrútar. Þá eru komin fram fimm lömb arfhrein fyrri breytileikanum C151, sem talin er mögulega verndandi.

T137 algeng í einu helsta sauðfjárkyni Ítala

Arfgerðin ARR er alþjóðlega viður­kennd sem fullkomlega verndandi arfgerð og hefur verið grunnur að útrýmingu riðu í mörgum löndum. Kind með arfhreint ARR getur hvorki smitast af riðu né smitað annað fé og kind með arfblendið ARR smitast örsjaldan og smitar ekki annað fé.

Samkvæmt upplýsingum á vef RML kemur arfgerðin T137 frekar oft fyrir í einu helsta sauðfjárkyni á Ítalíu, Sarda­sauðfé, og hefur reynst fullkomlega verndandi í þremur umfangsmiklum rannsóknum þar.

Hins vegar er arfgerðin ekki alþjóðlega viðurkennd sem verndandi gegn riðu og ekki verið sóst eftir því, þar sem ARR er víða mjög algeng arfgerð.

Skylt efni: Riðuveiki

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...