Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri Matís og einn umsækjenda um starfið.
Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri Matís og einn umsækjenda um starfið.
Mynd / Matís
Fréttir 25. september 2019

Níu umsóknir um starf forstjóra Matís

Höfundur: smh

Staða forstjóra Matís ohf. var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfresturinn út síðastliðinn mánudag. Níu umsóknir bárust í stöðuna.

Umsækjendur eru eftirfarandi: Anna Kristín Daníelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Halldórsson, Guðmundur Stefánsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Oddur Már Gunnarsson, Richard Kristinsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Steinar Sigurðsson.

Starfandi forstjóri er Oddur Már Gunnarsson sem tók við stöðunni þegar Sveini Margeirssyni var sagt upp störfum í byrjun desember á síðasta ári.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nýja stjórn fyrir félagið sem er opinbert hlutafélag og alfarið í eigu íslenska ríkisins. Hana skipa áfram þau Arnar Árnason, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Sigmundur Einar Ófeigsson, Sigrún Traustadóttir og Sindri Sigurðsson, en nýr í stjórn er Hákon Stefánsson. Hann er lögmaður og stjórnarformaður Creditinfo og kemur í stað Sjafnar Sigurgísladóttur, fráfarandi stjórnarformanns.  

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla og líftækni í þágu atvinnulífsins, matvælaöryggis og lýðheilsu; þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu.

 

Skylt efni: Matís

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...