Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Mynd / Aðsend
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir tekur við starfi sveitarstjóra Múlaþings frá og með 1. febrúar. Um leið lætur Björn Ingimarsson af störfum sem sveitarstjóri. Segir í tilkynningu sveitarfélagsins að vegna yfirfærslu verkefna, uppgjörs vegna ársins 2024 o.fl. muni Björn starfa áfram með nýjum sveitarstjóra til og með 15. mars en þá láta endanlega af störfum hjá sveitarfélaginu Múlaþingi. Björn hefur starfað sem sveitarstjóri Múlaþings frá árinu 2020 en áður var hann bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, frá árinu 2010. Hann var jafnframt sveitarstjóri Þórshafnarhrepps árin 2001–2006 og Langanesbyggðar 2006–2009.

Dagmar Ýr er með BA-gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hún var áður framkvæmdastjóri Austurbrúar frá árinu 2023. Fram að því, frá 2013, starfaði hún sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Áður starfaði Dagmar sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og var þar áður fréttamaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu N4 í eitt ár. Dagmar hefur auk þess setið í ýmsum stjórnum, svo sem í heimastjórn Fljótsdalshéraðs, í fagráði Seyðisfjarðarkaupstaðar, í stjórn Stapa lífeyrissjóðs og í fagráði Uppbyggingarsjóðs Austurlands.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f