Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Harpa Ólafsdóttir
Harpa Ólafsdóttir
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf hún störf í byrjun þessa árs.

Harpa er með MBA í mannauðsfræði frá Háskóla Íslands og lauk grunn- og framhaldsnámi í þjóðhagfræði frá Georg-August- háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1991. Hún hefur að auki réttindi sem leiðsögumaður.

Harpa hefur víðtæka þekkingu á m.a. greiningarvinnu og stefnumótun, málefnum vinnumarkaðarins og kjarasamningum. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, frá 2022 og var skrifstofustjóri kjaramála hjá Reykjavíkurborg, á mannauðs- og starfsumhverfissviði, fram að því, frá 2018. Um fimmtán ára skeið starfaði Harpa hjá stéttarfélaginu Eflingu sem sviðsstjóri kjaramála. Hún sat í stjórn Gildis-lífeyrissjóðs í sjö ár, sem formaður og varaformaður, og í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða um skeið.

„Ég tek m.a. með mér í nýtt starf að sjá ýmsar hliðar á öllum málum. Hlutverk mitt hefur verið að sjá ólíkar sviðsmyndir og geta svolítið bakkað til baka ef hlutirnir virðast alveg ófærir og sjá þá nýja fleti á málum. Það hefur jafnan verið minn styrkleiki,“ segir hún.

Harpa er fædd árið 1965 og á uppkomna tvíburasyni. Hún ólst upp í Reykjavík. Faðir hennar var frá Sauðanesi í Torfalækjarhreppi en móðir frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en þau kynntust í Reykjavík í lok síðari heimsstyrjaldar.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...