Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Gyða Pétursdóttir
Gyða Pétursdóttir
Fréttir 26. febrúar 2025

Nýr verkefnastjóri

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sérstakur verkefnastjóri var nýlega ráðinn til Bændasamtaka Íslands til að stýra hluta þeirra í samstarfsverkefninu Terraforming LIFE.

Verkefnið gengur út á að þróa nýja aðferð hér á Íslandi við áburðar- og lífgasframleiðslu úr lífrænum úrgangi, sem fellur til við fiskeldi á landi og í landbúnaði.

Í júní 2023 hlaut verkefnið styrk úr Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, sem samsvaraði tæpum milljarði íslenskra króna, en samstarfsaðilar Bændasamtakanna eru Landeldi hf., Orkídea, Ölfus Cluster og færeyska ráðgjafarfyrirtækið SMJ.

Nýi starfsmaðurinn heitir Gyða Pétursdóttir og mun einnig sinna öðrum verkefnum á skrifstofum Bændasamtakanna. Hún segir að Terraforming LIFE sé fyrsta íslenska verkefnið til að hljóta styrk frá Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, en það miði að því að auka sjálfbærni og að efla hringrásarhagkerfi íslensks landbúnaðar með því að nýta auðlindir betur.

„Einnig mun það draga úr kolefnisfótspori með framleiðslu á kolefnishlutlausu eldsneyti, raforku og hita. Ein af stærstu áskorunum bænda síðustu ár er hækkun áburðarverðs, og mun Terraforming LIFE vinna að því að draga úr þessum áhrifum með auknu framboði af innlendum áburði. Ég er mjög spennt að taka þátt í þessu verðuga verkefni en nú stendur yfir mikilvæg grunnvinna í undirbúningsfasanum.“

Grunnhugmyndin er, að sögn Gyðu, að ein verksmiðja þjóni svæðinu í kringum Þorlákshöfn þar sem mesta uppbygging landeldis fer fram. Næstu skref verði að prófa og greina efnasamsetningu fiskimykju og búfjárúrgangs í þeim tilgangi að ná sem bestri útkomu. „Í kjölfarið verður afurðin síðan prófuð í jarðvegi í samstarfi við bændur. Tímarammi framkvæmdanna liggur ekki enn fyrir. Terraforming LIFE er tilraunaverkefni og framhaldið ræðst af því hvernig og hvort tilraunin gengur upp,“ segir Gyða.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...