Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stórþörungar og bóluþang.
Stórþörungar og bóluþang.
Fréttir 30. október 2017

Nýsköpun í vinnslu stórþörunga til framleiðslu á fóðri til fiskeldis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um næstu áramót lýkur norræna verkefninu „Conservation and processing marine macro algae for feed ingredients (Capmafi)“. Markmið verkefnisins er aðskilnaður efnasambanda úr stórþörungum með hjálp ensíma.

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa framleiðsluferil til að aðskilja ákveðna efnishluta úr stórþörungum með himnusíunarbúnaði, varðveita þá og nota sem viðbætt hráefni í eldisfóður fyrir fiskeldi.

Aðaláherslan var lögð á aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra, með aðstoð ensíma. Framleiðsluferillinn byggðist á því að smækka þörungana í þykkni með votmyllu. Þykknið er síðan meðhöndlað með ensímum í þeim tilgangi að brjóta prótein niður í peptíð og amínósýrur. Þykknið er síðan meðhöndlað með sýru til að auka geymsluþolið og hjálpa til við niðurbrot próteina. Himnusíun sér svo um aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra úr þykkninu.

Tilraunir í sambandi við verkefnið hafa gengið vel og lofa góðu. Þátttakendur, auk Matís, í verkefninu eru Eukaryo AS, Due Miljø og Akvatik AS frá Noregi ásamt Tari-Faroe Seaweed frá Færeyjum.

Skylt efni: þang og þari

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...