Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýtingu á svæðisbundnum auðlindum
Fréttir 10. mars 2015

Nýtingu á svæðisbundnum auðlindum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matís auglýsir eftir umsóknum um verkefni sem fela í sér nýtingu á svæðisbundnum auðlindum.

Ætlast er til þess að verkefnið skili auknum verðmætum, aukinni sjálfbærni í nýtingu líf-auðlinda og/eða dragi úr lífrænu sorpi.


Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf við að koma vöru á markað og getur m.a. falist í aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar)


Verkefnið er hluti af nýsköpunarverkefnum undir “Nordbio“ formennskuáætlun Íslands (2014-2016) í Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í matvælaframleiðslu, aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukinni framleiðslu lífmassa. Sjá meira um heildarverkefnið hér.

Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup.

Gert er ráð fyrir að verkefnin hefjist í apríl og verði lokið í október 2015.

Umsóknafrestur er til 23. mars 2015. Sótt er um þátttöku með því að fylla út umsóknareyðublað sem má finna hér.


Matsblöð sem notuð verða við mat á umsóknum. Matsblað (á íslensku), Evaluering (in Danish).

Nánari upplýsingar veita Gunnþórunn Einarsdóttir og Þóra Valsdóttir hjá Matís.
 

Skylt efni: Matís | vöruþóun

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...