Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Mynd / MHH
Fréttir 7. desember 2016

Nýtt og glæsilegt fjós á Hvammi í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Byggingin gjörbreytir allri aðstöðu hjá okkur, við erum í skýjunum með nýja fjósið og ekki síður kýrnar og nautgripirnir sem eru komnir inn í það, þetta er draumur sem er orðinn að veruleika,“ segir Pétur Guðmundsson, bóndi á Hvammi Í Ölfusi. 
 
Nýja fjósið sem hann var að taka í notkun er 830 fermetrar að stærð, legubásafjós með geldneytaaðstöðu, sambyggt eldra fjósi. 
 
Pláss er fyrir 67 kýr en nýja fjósið er hannað með aðstöðu fyrir mjaltaþjón þótt hann sé ekki kominn. Haughús er undir öllu húsinu. „Við munum nota eldra fjósið fyrir sjúkra- og kálfastíur. Tilgangurinn með nýja fjósinu er að bæta alla aðstöðu fyrir kýrnar og framleiðsluna, bæta vinnuaðstöðuna og mæta auknum kröfum sem nýjar reglugerðir kveða á um,“ bætir Pétur við. 
 
Charlotte Clausen og Pétur á Hvammi eru hæstánægð með nýja fjósið sem Stefán Helgason og hans starfs­menn hjá verktakafyrirtækinu Kríutanga byggðu á sjö mánuðum. Húsið kostar eins og gott einbýlishús á höfuðborgar­svæðinu.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...