Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Mynd / MHH
Fréttir 7. desember 2016

Nýtt og glæsilegt fjós á Hvammi í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Byggingin gjörbreytir allri aðstöðu hjá okkur, við erum í skýjunum með nýja fjósið og ekki síður kýrnar og nautgripirnir sem eru komnir inn í það, þetta er draumur sem er orðinn að veruleika,“ segir Pétur Guðmundsson, bóndi á Hvammi Í Ölfusi. 
 
Nýja fjósið sem hann var að taka í notkun er 830 fermetrar að stærð, legubásafjós með geldneytaaðstöðu, sambyggt eldra fjósi. 
 
Pláss er fyrir 67 kýr en nýja fjósið er hannað með aðstöðu fyrir mjaltaþjón þótt hann sé ekki kominn. Haughús er undir öllu húsinu. „Við munum nota eldra fjósið fyrir sjúkra- og kálfastíur. Tilgangurinn með nýja fjósinu er að bæta alla aðstöðu fyrir kýrnar og framleiðsluna, bæta vinnuaðstöðuna og mæta auknum kröfum sem nýjar reglugerðir kveða á um,“ bætir Pétur við. 
 
Charlotte Clausen og Pétur á Hvammi eru hæstánægð með nýja fjósið sem Stefán Helgason og hans starfs­menn hjá verktakafyrirtækinu Kríutanga byggðu á sjö mánuðum. Húsið kostar eins og gott einbýlishús á höfuðborgar­svæðinu.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...