Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð.
Mynd / MHH
Fréttir 7. desember 2016

Nýtt og glæsilegt fjós á Hvammi í Ölfusi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Byggingin gjörbreytir allri aðstöðu hjá okkur, við erum í skýjunum með nýja fjósið og ekki síður kýrnar og nautgripirnir sem eru komnir inn í það, þetta er draumur sem er orðinn að veruleika,“ segir Pétur Guðmundsson, bóndi á Hvammi Í Ölfusi. 
 
Nýja fjósið sem hann var að taka í notkun er 830 fermetrar að stærð, legubásafjós með geldneytaaðstöðu, sambyggt eldra fjósi. 
 
Pláss er fyrir 67 kýr en nýja fjósið er hannað með aðstöðu fyrir mjaltaþjón þótt hann sé ekki kominn. Haughús er undir öllu húsinu. „Við munum nota eldra fjósið fyrir sjúkra- og kálfastíur. Tilgangurinn með nýja fjósinu er að bæta alla aðstöðu fyrir kýrnar og framleiðsluna, bæta vinnuaðstöðuna og mæta auknum kröfum sem nýjar reglugerðir kveða á um,“ bætir Pétur við. 
 
Charlotte Clausen og Pétur á Hvammi eru hæstánægð með nýja fjósið sem Stefán Helgason og hans starfs­menn hjá verktakafyrirtækinu Kríutanga byggðu á sjö mánuðum. Húsið kostar eins og gott einbýlishús á höfuðborgar­svæðinu.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...