Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2020

Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar

Höfundur: smh

Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður úr sýnatökum úr vatni, en tilgangurinn er að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Mælingarnar leiddu í ljós að í sýnunum var að finna þrjú efni af 16 sem eru á vaktlista Evrópusambandsins; tvennskonar sýkla- og bólgueyðandi lyf, auk kynhormónsins Estrógens.

Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða, í Tjörninni í Reykjavík og í Kópavogslæk, en þar fundust engin skordýra- eða plöntuvarnarefni.

Í tilkynningu Umhverfisstofnunar kemur fram, að sýnatakan hafi einnig beinst að því að athuga hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. „Af þeim efnum sem eru á sænska vaktlistanum fundust 9 efni í mælanlegum styrk. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Nokkrar tegundir lyfjaleifa var að finna í mælanlegum styrk bæði í Kópavogslæk og í Tjörninni í Reykjavík. 

Þetta er í annað skipti sem Umhverfisstofnun framkvæmir þessa skimun á lyfjaleifum og varnarefnum en árið 2018 voru tekin sýni á þremur stöðum á landinu; í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af þeim sextán efnum sem eru á vaktlistanum auk 15 lyfjaleifa af sænska listanum. 

Umhverfisstofnun mun halda áfram skimunum í samræmi við vaktlista Evrópusambandsins og bendir á mikilvægi þess að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að tryggja rétta förgun þeirra,” segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Umhverfisstofnun

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.