Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2020

Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar

Höfundur: smh

Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður úr sýnatökum úr vatni, en tilgangurinn er að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Mælingarnar leiddu í ljós að í sýnunum var að finna þrjú efni af 16 sem eru á vaktlista Evrópusambandsins; tvennskonar sýkla- og bólgueyðandi lyf, auk kynhormónsins Estrógens.

Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða, í Tjörninni í Reykjavík og í Kópavogslæk, en þar fundust engin skordýra- eða plöntuvarnarefni.

Í tilkynningu Umhverfisstofnunar kemur fram, að sýnatakan hafi einnig beinst að því að athuga hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. „Af þeim efnum sem eru á sænska vaktlistanum fundust 9 efni í mælanlegum styrk. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Nokkrar tegundir lyfjaleifa var að finna í mælanlegum styrk bæði í Kópavogslæk og í Tjörninni í Reykjavík. 

Þetta er í annað skipti sem Umhverfisstofnun framkvæmir þessa skimun á lyfjaleifum og varnarefnum en árið 2018 voru tekin sýni á þremur stöðum á landinu; í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af þeim sextán efnum sem eru á vaktlistanum auk 15 lyfjaleifa af sænska listanum. 

Umhverfisstofnun mun halda áfram skimunum í samræmi við vaktlista Evrópusambandsins og bendir á mikilvægi þess að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að tryggja rétta förgun þeirra,” segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Umhverfisstofnun

Svipuð mjólkurframleiðsla
Fréttir 28. nóvember 2024

Svipuð mjólkurframleiðsla

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur verið framleitt 85,6 prósent af heildargreiðsl...

Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð
Fréttir 28. nóvember 2024

Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð

Bændurnir á Sámsstöðum í Hvítár síðu í Borgarbyggð fengu nýlega umhverfisviðurke...

Fuglaflensa í borginni
Fréttir 28. nóvember 2024

Fuglaflensa í borginni

Máfur sem fannst í byrjun nóvember við Reykjavíkurtjörn greindist með skæða fugl...

Mun minni uppskera en á síðasta ári
Fréttir 27. nóvember 2024

Mun minni uppskera en á síðasta ári

Samkvæmt skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri varð mikill samdrátt...

Meiri ásetningur og sala líflamba ástæða samdráttar
Fréttir 27. nóvember 2024

Meiri ásetningur og sala líflamba ástæða samdráttar

„Ekki þarf að koma á óvart að lömbum sem koma til slátrunar hafi fækkað þetta mi...

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn...

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...