Óásættanlegt magn af bakteríum í kjöti
Sýni sem tekin voru úr kjúklinga- og svínakjöti í verslunum í Bandaríkjum Norður-Ameríku sýna að magn E.coli og salmónellu finnst í óásættanlega miklu magni í kjötinu.
Niðurstaða mælinganna eru sagðar vatn á myllu andstæðinga innflutnings á kjöti frá Bandaríkjunum til Evrópu og Bretlands. Andstæðingar innflutningsins segjast hræðast að kjöt frá Bandaríkjunum komi ekki til með að standast evrópskar og breskar kröfur um gæði og sjúkdómavarnir.
Niðurstaða sýnatökunnar byggir á fimm ára rannsókn George Washington-háskóla í Bandaríkjunum og sýnir að salmónella finnst í 14% kjúklingakjöts og 13% svínakjöts í verslunum í Bandaríkjunum. Rannsóknirnar sýna aftur á móti talsvert meira af E. coli, eða í 60% sýna í svínakjöti, 80% kjúklingakjöts og 90% kalkúnakjöts.