Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boðaði á blaðamannafundi í gær þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að sækjast eftir endurkjöri til Forseta Íslands. Í nýársávarpi sínu sagðist hann ætla að stíga til hliðar.
Á fundinum sagði Ólafur meðal annars að „í umróti óvissu og mótmæla og í kjölfar nýliðinna atb-urða hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu minnar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að endurskoða ákvörðunina, sem ég tilkynnti í nýársávarpinu, hvatt til þess að ég gefi á ný kost á mér til embættis forseta Íslands, standi áfram vaktina með fólkinu í landinu“.