Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Stjörnugrís er óheimilt að merkja smass borgara sína með íslenska fánanum. Þýskur fánalímmiði hefur verið settur yfir fánaröndina.
Stjörnugrís er óheimilt að merkja smass borgara sína með íslenska fánanum. Þýskur fánalímmiði hefur verið settur yfir fánaröndina.
Mynd / ghp
Fréttir 7. júlí 2023

Ólögmæt notkun á þjóðfánanum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Smass borgarar frá Stjörnugrís, merktir íslenska fánanum, eru brot á lögum samkvæmt ákvörðun Neytendastofu sem hefur bannað fyrirtækinu að viðhafa slíkar merkingar. Kjötið í hamborgurunum er að stærstum hluta framleitt úr þýsku nautakjöti.

Í lok júní birti Neytendastofa ákvörðun sína sem hún byggir á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í þeim er sagt að viðskiptahættir séu villandi ef þeir eru líklegir til að blekkja neytendur eða eru með þeim hætti að neytendum eru veittar rangar upplýsingar í þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti.

Smass borgararnir frá Stjörnugrís innihalda að stærstum hluta innflutt nautakjöt og þar sem það er einkennandi hluti vörunnar og eðlislík búvöru sem framleidd er hér á landi er því óheimilt, skv. 12. grein laga um þjóðfánann, að merkja hana með fánaröndinni.

Af þeim sökum bannaði Neytendastofa Stjörnugrísi hf. að viðhafa slíkar merkingar. Hún taldi hins vegar ekki tilefni til að grípa til sektarúrræðis þar sem Stjörnugrís segist hafa breytt umbúðum þannig að límdur hefur verið þýskur fáni yfir íslensku fánamerkinguna.

Takmarkaðar fjárheimildir Neytendastofu

Í svari menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingmanns um notkun íslenska fánans og fánalitanna við merkingar á matvælum kemur fram að mál sem Neytendastofa hafði til meðferðar vegna notkunar þjóðfána Íslendinga á matvöru væri fyrsta sinnar tegundar eftir gildistöku fyrrnefndrar 12. greinar.

„Þess má geta að stofnuninni hafa borist óljósar ábendingar um að ýmsir aðilar merki innflutta matvöru með þjóðfána Íslendinga. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir stofnunarinnar hafa henni ekki borist skýrari upplýsingar um það hvaða vörur er þar átt við. Vegna takmarkaðra fjárheimilda stofnunarinnar og fjölda lögbundinna verkefna hefur stofnunin til þessa ekki haft svigrúm til að fara í almenna heildarskoðun á þessum málum,“ segir jafnframt í svari ráðherra.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...