Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Passíusálmar sr. Hallgríms
Mynd / Hilmar Þorsteinsson
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Flutningur sálmanna á sér áratuga venju sem rekja má til fyrsta flutnings Eyvindar Erlendssonar leikara á verkinu í heild sinni árið 1988. Í ár ber föstudaginn langa upp á 29. mars og flutningurinn hefst klukkan 13.00 í Hallgrímskirkju og er áætlað að honum ljúki um kl. 18.30.

Í fréttatilkynningu segir að Passíusálmarnir séu dramatískt, trúarlegt verk, samið af sjaldgæfri leikni og valdi á viðfangsefninu á hátindi skáldferils Hallgríms Péturssonar. Þeir hafi fljótt orðið eitt helsta íhugunar- og huggunarrit íslensku þjóðarinnar og haldi ótrúlega vel gildi sínu á því sviði. Því þyrpist hlustendur ár hvert til að hlýða á sálmana í Hallgrímskirkju, sem og í aðrar þær kirkjur sem bjóði upp á flutning verksins. Flytjendur að þessu sinni verða fimm: Einar Örn Thorlacius, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, sem hefur umsjón með flutningnum.

Árið 2024 er þess minnst að 350 ár eru liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, 27. október 1674. Af því tilefni er ýmislegt á dagskrá í Hallgrímskirkju og víðar til þess að heiðra minningu skáldsins. Passíusálmalesturinn verður því að þessu sinni skreyttur söng milli þátta verksins, m.a. í útsetningum Smára Ólasonar tónlistarfræðings. Stjórnendur verða Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar, og Steinar Logi Helgason kórstjóri.

Umsjónarmaður með flutningnum, Steinunn Jóhannesdóttir, er rithöfundur, leikkona og leikstjóri. Hún hefur oft áður stjórnað flutningi Passíusálmanna, bæði í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...