Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki ársins 2024.

Pólar Hestar eru á bænum Grýtubakka II í Grýtubakkahreppi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá 1985 og býður upp á langar og stuttar hestaferðir um Höfðahverfi, Látraströnd og austur í Þingeyjarsýslu.

Í umsögn Markaðsstofu Norðurlands um Pólar hesta kemur m.a. fram að fyrirtækið bjóði upp á hestaferðir allan ársins hring og leggi áherslu á persónuleg samskipti og góða tengingu við sína gesti til að tryggja að þeirra upplifun verði sem allra best. Þau atriði skipti höfuðmáli þegar kemur að þróun áfangastaðarins Norðurlands og eiga sinn þátt í því að stuðla að minni árstíðarsveiflu þegar boðið er upp á afþreyingu sem innlendar og erlendar ferðaskrifstofur geta boðið upp á í sínum vetrarferðum.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Stefán Kristjánsson og Juliane Brigitte Kauertz, eigendur fyrirtækisins, með viðurkenninguna og blóm, ásamt Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Halldóri Óla Kjartanssyni frá markaðsstofunni. Lengst til vinstri er svo Katrín Harðardóttir, sem er einnig starfsmaður markaðsstofunnar. Hjá Pólar hestum eru oftast yfir 100 hestar á járnum og hestar við allra hæfi.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f