Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki ársins 2024.

Pólar Hestar eru á bænum Grýtubakka II í Grýtubakkahreppi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá 1985 og býður upp á langar og stuttar hestaferðir um Höfðahverfi, Látraströnd og austur í Þingeyjarsýslu.

Í umsögn Markaðsstofu Norðurlands um Pólar hesta kemur m.a. fram að fyrirtækið bjóði upp á hestaferðir allan ársins hring og leggi áherslu á persónuleg samskipti og góða tengingu við sína gesti til að tryggja að þeirra upplifun verði sem allra best. Þau atriði skipti höfuðmáli þegar kemur að þróun áfangastaðarins Norðurlands og eiga sinn þátt í því að stuðla að minni árstíðarsveiflu þegar boðið er upp á afþreyingu sem innlendar og erlendar ferðaskrifstofur geta boðið upp á í sínum vetrarferðum.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Stefán Kristjánsson og Juliane Brigitte Kauertz, eigendur fyrirtækisins, með viðurkenninguna og blóm, ásamt Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Halldóri Óla Kjartanssyni frá markaðsstofunni. Lengst til vinstri er svo Katrín Harðardóttir, sem er einnig starfsmaður markaðsstofunnar. Hjá Pólar hestum eru oftast yfir 100 hestar á járnum og hestar við allra hæfi.

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...