Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins
Fréttir 6. júní 2016

Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýútgefinni skýrslu Iðnaðar­hampssamtaka Evrópu (EIHA) hefur ræktun á iðnaðarhampi aukist mikið síðastliðin fimm ár. Mest er framleiðslan á trefjum, fræjum til framleiðslu á hampolíu og blómum til lyfjagerðar.

Samkvæmt skýrslunni jókst ræktun á iðnaðarhampi mikið á árunum 2011 til 2015 enda hampjurtin til margra hluta nytsamleg. Trefjar sem unnar eru úr stönglum plöntunnar eru notaðar í textíliðnaði, til pappírsgerðar, og til framleiðslu á einangrun í hús og bifreiðar. Úr fræjunum, sem líkjast litlum hnetum, er unnin olía til matargerðar og þau eru seld sem gæludýrafóður. Blómin eru aftur á móti mest notuð til lyfjagerðar.

Ræktun á iðnaðarhampi var leyfð í flestum löndum Evrópusambandsins á árunum 1993 til 1996. Árið 1994 var hampur ræktaður á um 8.000 hekturum innan ESB en ræktunin var komin í 25.000 hektara á síðasta ári og talið að hún muni aukast talsvert á komandi árum.

Stærstu framleiðendur iðnaðar­hamps í Evrópu eru Frakkar og Hollendingar en Rúmenía fylgir þar fast á eftir. Mestur er vöxturinn í framleiðslu á hampfræjum til olíugerðar og blómum fyrir lyfjaiðnaðinn.
Skýrslan sem kallast The European Hemp Industry: Cultivation, processing and applications for fibres, shivs, seeds and flowers var saminn í tengslum við þrettánda alheimsþing ræktenda iðnaðarhamps sem haldið var fyrir skömmu í Köln í Þýskalandi. Um 250 þátttakendur frá 40 löndum sóttu þingið.

Skylt efni: Evrópusambandið | hampur

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...