Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Sauðfjárbændur bera stöðugt minna úr býtum fyrir afurðir sínar. Mynd / HKr.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. september 2018

Raunlækkun á afurðaverði fyrir lambakjöt er 38 % frá 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbændur munu fá að meðaltali 387 kr. fyrir hvert kg af lambakjöt nú í haust. Hefur orðið töluverð raunlækkun frá 2015, en þá var verðið 210 krónum hærra fyrir hvert kg. Ef verðið hefði fylgt  almennri verðlagsþróun væri það nú 629 kr. Raunlækkun til bænda síðastliðin þrjú ár er því 38%.
 
Á sama tíma og raunlækkun til bænda hefur verið 38%, þá hefur raunlækkun í smásölu verið 12% samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands.
 
Verðið nú svipað og í fyrra
 
Verðið til bænda er nokkuð mis­munandi milli þeirra sex afurða­stöðva sem hér starfa, þótt meðaltalið sé 387 krónur á kg. Þó hefur verið lítil breyting að meðaltali nú frá sláturtíðinni 2017, eða sem nemur um 20 aurum á kg. Það þýðir samt sem áður í raun nokkra lækkun miðað við verðlagsvísitölu. 
 
Sláturfélag Suðurlands greiðir hæsta verðið fyrir lambakjöt við haustslátrun 2018, eða tæpar 423 krónur á kg. Þá greiðir SS næsthæsta verð fyrir kjöt af fullorðnu fé, eða tæplega 117 krónur á kg. Hæsta verð fyrir fullorðið fé er hjá Fjallalambi, eða tæplega 120 kr. á kg. Fjallalamb er aftur á móti að greiða rúmlega 381 kr. á kg fyrir lambakjötið, eða 42 krónum lægra verð en SS. 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...