Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Saman í rannsóknir
Fréttir 27. ágúst 2024

Saman í rannsóknir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að auka þekkingu og bæta þjónustu á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu.

Samningurinn var staðfestur í júlíbyrjun og er um rannsóknasamstarf bæði í innlendum sem erlendum verkefnum og samstarf um tillögur og sérverkefni fyrir stjórnvöld á sviði landbúnaðar og matvæla.

Segir í fréttatilkynningu að samstarf verði um uppbyggingu rannsóknainnviða og sérfræðiþekkingar þar sem við á. Sérfræðingar beggja munu tengjast betur í gegnum sameiginleg verkefni.

Áherslusviðin þar sem samstarfið mun gagnast eru t.d. sauðfjárrækt, kynbætur (erfðafræði), ný prótein, tenging vinnslu og frumframleiðslu, nýting hliðarafurða, fóður, áburður, vöruþróun og samstarf við neytendur.

Þá er stefnt að nýtingu sértækra rannsóknainnviða hvorrar stofnunar um sig til að skapa samlegðaráhrif í starfsemi og um leið að styrkja
rekstrarforsendur innviðanna.

Gert er ráð fyrir vinnu nýdoktora, doktors- og eða meistaranema í völdum samstarfsverkefnum og skulu þeir að jafnaði vera undir leiðsögn sérfræðinga annars eða beggja aðila. Leitast verður við að fjölga doktorsnemum á sviði landbúnaðar og matvæla.

Jafnframt verður lögð sérstök áhersla á nýtingu á erlendum tengslanetum í Evrópu og Norðurlöndum, sbr. UNIgreen og öðrum samstarfsaðilum eftir því sem við á.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...