Saman í rannsóknir
Fréttir 27. ágúst 2024

Saman í rannsóknir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að auka þekkingu og bæta þjónustu á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu.

Samningurinn var staðfestur í júlíbyrjun og er um rannsóknasamstarf bæði í innlendum sem erlendum verkefnum og samstarf um tillögur og sérverkefni fyrir stjórnvöld á sviði landbúnaðar og matvæla.

Segir í fréttatilkynningu að samstarf verði um uppbyggingu rannsóknainnviða og sérfræðiþekkingar þar sem við á. Sérfræðingar beggja munu tengjast betur í gegnum sameiginleg verkefni.

Áherslusviðin þar sem samstarfið mun gagnast eru t.d. sauðfjárrækt, kynbætur (erfðafræði), ný prótein, tenging vinnslu og frumframleiðslu, nýting hliðarafurða, fóður, áburður, vöruþróun og samstarf við neytendur.

Þá er stefnt að nýtingu sértækra rannsóknainnviða hvorrar stofnunar um sig til að skapa samlegðaráhrif í starfsemi og um leið að styrkja
rekstrarforsendur innviðanna.

Gert er ráð fyrir vinnu nýdoktora, doktors- og eða meistaranema í völdum samstarfsverkefnum og skulu þeir að jafnaði vera undir leiðsögn sérfræðinga annars eða beggja aðila. Leitast verður við að fjölga doktorsnemum á sviði landbúnaðar og matvæla.

Jafnframt verður lögð sérstök áhersla á nýtingu á erlendum tengslanetum í Evrópu og Norðurlöndum, sbr. UNIgreen og öðrum samstarfsaðilum eftir því sem við á.

Aukin bandvídd á Vestfjörðum
Fréttir 27. ágúst 2024

Aukin bandvídd á Vestfjörðum

Nýr bylgjulengdarbúnaður á stofnneti Mílu á Vestfjörðum styður nú við aukna band...

Saman í rannsóknir
Fréttir 27. ágúst 2024

Saman í rannsóknir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að au...

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal
Fréttir 27. ágúst 2024

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal

Í sumar hefur bændamarkaður verið rekinn á Grund á Jökuldal við Stuðlagil, fjöls...

Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...