Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Það er óhæft að fyrirtækið ÍSTEKA noti þá aðstöðu sína að vera eini kaupandi blóðs í landinu til að komast hjá eðlilegum samskiptum við aðra framleiðendur, setja einhliða gjaldskrá og halda öllum upplýsingum um framleiðsluna fyrir sig en deila þeim ekki með framleiðendum,“ segir Kristján Þorbjörnsson, bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, í lokorðum greinargerðar sinnar með kvörtun sem hann sendi til Samkeppniseftirlitsins vegna starfshátta líftæknifyrirtækisins Ísteka ehf. í október árið 2019.
„Það er óhæft að fyrirtækið ÍSTEKA noti þá aðstöðu sína að vera eini kaupandi blóðs í landinu til að komast hjá eðlilegum samskiptum við aðra framleiðendur, setja einhliða gjaldskrá og halda öllum upplýsingum um framleiðsluna fyrir sig en deila þeim ekki með framleiðendum,“ segir Kristján Þorbjörnsson, bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, í lokorðum greinargerðar sinnar með kvörtun sem hann sendi til Samkeppniseftirlitsins vegna starfshátta líftæknifyrirtækisins Ísteka ehf. í október árið 2019.
Fréttir 20. desember 2021

Samkeppniseftirlitið rannsakaði ekki Ísteka eftir kvörtun blóðbónda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Blóðbóndi sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins fyrir tveimur árum þar sem tæpt var á samstarfssamningum og starfsháttum Ísteka sem bóndinn taldi óeðlilega. Samkeppniseftirlitið sá ekki ástæðu til að aðhafast og setti fyrir sig fjölda mála til meðferðar hjá eftirlitinu. Forsvarsmenn Ísteka lögðu til að bóndinn gerði ráðstafanir til að taka á móti blóði sem fyrirtækið hugðist skila til hans í framhaldi af umkvörtunum hans.

„Það er óhæft að fyrirtækið ÍSTEKA noti þá aðstöðu sína að vera eini kaupandi blóðs í landinu til að komast hjá eðlilegum samskiptum við aðra framleiðendur, setja einhliða gjaldskrá og halda öllum upplýsingum um framleiðsluna fyrir sig en deila þeim ekki með framleiðendum,“ segir Kristján Þorbjörnsson, bóndi á Gilsstöðum í Vatnsdal, í lokorðum greinargerðar sinnar með kvörtun sem hann sendi til Samkeppniseftirlitsins vegna starfshátta líftæknifyrirtækisins Ísteka ehf. í október árið 2019.  Fram kemur að undanfari erindisins hafi verið fundur hans með Samkeppniseftirlitinu í janúar það sama ár.

Fram hefur komið að Ísteka ehf. er eini kaupandi afurðar blóðbænda, eina fyrirtækið sem framleiðir vörur úr blóði fylfullra hryssa, hormónaefnið PMSG, er það að öllum líkindum í markaðsráðandi stöðu.

Í greinagerð sinni til Samkeppniseftirlitsins fer Kristján yfir starfsemi búgreinarinnar, hlutverk framleiðandans, þ.e. bóndans, og hlutverk Ísteka ehf. Þá eru samskipti framleiðenda og Ísteka reifuð. Í framhaldi gerir hann grein fyrir umkvörtunum sínum sem hann segist hafa rætt án nokkurs árangurs við forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins.

Skortur á upplýsingum til bænda

Fyrsta ábending lítur að skorti á upplýsingum sem bændur fá um afurð sína frá Ísteka.

„Gögn er varða framleiðslu og gæði framleiðslu hvers grips hefur fyrirtækið ekki fengist til að láta af hendi. Líkt og hjá gripum sem eru í annarri framleiðslu í landbúnaði eru gæði afurða misjafnt frá einum grip til annars. Slíkt má örugglega sjá í þeim sýnum sem ávallt eru tekin úr blóði eftir blóðtöku og er niðurstaðan skráð hjá ÍSTEKA. Þar sést hvað mikið af þessu eftirsótta efni er í blóði hvers grips og væru þær upplýsingar einkunn um hvern grip og gæfi framleiðand[a] mikilvægar upplýsingar. Þessar upplýsingar hefur ÍSTEKA ekki viljað láta framleiðendur hafa, sem eru þó mikilvægar vegna ræktunar og þróun hverrar hjarðar og til að sjá gæði hvers grips,“ segir í greinargerðinni.

Vildi að afurðarverð væri byggt á gæðum, ekki magni

Þá beinir Kristján sjónum að verðskrá Ísteka sem hann segir settan einhliða fram af fyrirtækinu.

Verðskránni er skipt í þrjá flokka. Flokkarnir eru grunnflokkurinn F5 og árangurstengdir flokkar H og H2. Borgað er mest fyrir bestu heimtur, þ.e. góða fyljun og mikið blóðmagn. Til að lenda í hæsta gæðaflokki, og fá þá hæsta verðið fyrir blóðið, þarf hryssa að gefa af sér að meðaltali 5 lítra í hvert sinn. Minni heimtur og minni fyljun hryssa leiðir til þess að afurðin er metin í lægri gæðaflokki. Í ár fengu bændur 9.329 kr. fyrir einingu í flokki F5, 11.196 kr. fyrir flokk H og 12.311 kr. fyrir flokk H2.

Kristján gerir nokkrar athugasemdir við forsendu afurðaverðs þar sem hann segir gæði ekki hafa áhrif á verðlagningu, heldur eingöngu magnið.

„Bilið á milli flokka er mjög mikið [...] og engin eðlileg skýring á þeim mun. Það að meðaltal allra hryssa, það er óháð því hvort þær koma inn í blóðgjöf eða ekki, í hópnum ráði því hvað framleiðandinn fær greitt fyrir allt blóð er með öllu ótækt. Með þessari aðferð er ekkert tillit tekið til gæða blóðsins það er þeirrar vöru sem framleiðandinn er að selja.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hryssur séu ekki færar í blóðtöku, komi ekki inn í blóðgjafahópinn svo sem að þær eru geldar, nái ekki því marki að blóðið sé hæft til vinnslu, léleg frammistaða stóðhests og fleira getur komið til. Ekkert af þessu segir neitt um gæði þess blóðs sem tekið er en það er verðlagt út frá þessum forsendum.

ÍSTEKA hefur upplýsingar um gæði blóðs hjá hverjum grip en þær upplýsingar hafa engin áhrif á verð blóðsins og fyrirtækið deilir ekki þeim upplýsingum með framleiðendum.

Það má orða þetta svo að þegar illa gengur hjá framleiðandanum eitt árið, til dæmis að hryssur koma illa inn í blóðgjöf þá minnkar framleiðslan eðlilega, en til viðbótar er framleiðsla hans, það er blóði[ð], kannski lækkað í verðflokki,“ segir í greinargerðinni.

Kröfur Kristjáns voru þær að Ísteka láti framleiðendum, sem það vilja, í hendur öll þau gögn er varða þeirra hryssur svo sem niðurstöður sýna og þær mælingar sem á þeim eru gerðar. „Þá er þess krafist að ÍSTEKA gerir grein fyrir forsendum fyrir flokkaskiptingu á greiðslu fyrir blóð og framvegis verði greiðsla fyrir blóð byggt á gæðum þess.“

Vill að Ísteka geri grein fyrir umfangi og kostnaði á hrossahaldi

Athugasemdir Kristjáns snúa einnig að framleiðslu Ísteka á blóði, en Ísteka er umfangsmesti hesteigandi landsins og á nú ríflega 600 hross.

Í greinargerðinni kemur fram að Ísteka hafi keypt jarðir og land auk þess sem það leigi jarðir til afnota. Kristján gerir athugasemd við rekstur á hrossahaldinu, telur að kostnaður við hann sé sóttur úr sjóðum fyrirtækisins.  Vill hann að fyrirtækið geri grein fyrir umfangi umfangi þess hluta reksturs fyrirtækisins er lýtur að framleiðslu blóðs: „Það er rekstrarkostnaði, svo og tekjum af þeim rekstri, svo sjá megi hvað fyrirtækið leggi mikið inn í þann rekstur af öðru fjármagni en því sem kemur beint af þeim rekstri er tilheyrir blóðframleiðslu.“

Þá þykir honum athugavert að fyrirtækið geti ekki sýnt fram á hver beri ábyrgð á faglegri rannsóknum fyrirtækisins á hrossunum, rannsóknir sem forsvarsmenn Ísteka hafi haldið fram að væri ástæða hrossaeignarinnar.

„Það dylst engum sem þekkir til rekstur á hrossabúskap að rekstur ÍSTEKA er með þeim hætti að ómögulegt er að framleiðsla hryssanna greiði þann kostnað. Með öðrum orðum þá er það á kristaltæru að ÍSTEKA er að greiða veruleg með þessum hrossarekstri og hefur það reyndar komið fram hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins að svo sé. Þeir hafa svarað því til að ástæða þessa að þeir eru í þessum rekstri, það er að vera með framleiðslu sjálfir, sé að þeir séu að stunda rannsóknir til að rækta góðar blóðhryssur. Þeir hafa þó ekki orðið við beiðni um að leggja fram rannsóknaráætlun eða gefa upp hvaða viðurkenndur aðili hafi umsjón eða beri faglega ábyrgð á þessum tilraunum. Það er rökstutt mat þeirra, sem til þekkja í þessum rekstri, að ÍSTEKA sæki í sinn rekstur verulega fjármuni til þess að standa í framleiðslu á blóði og má í því sambandi vísa til orða forsvarsmanna fyrirtækisins að það blóð sem þeir framleið[a] sé dýrasta blóðið sem þeir fái til vinnslu,“ segir í greinargerðinni.

Hafði fjóra kosti

Með erindi Kristjáns fylgja tölvusamskipti hans við forsvarsmenn Ísteka. Upphafið má rekja til fjölpóstar sem Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdarstjóri Ísteka, sendi bændum 1. ágúst 2019. Þar eru tilgreind afurðarverð ársins og viðhengdir samningar sem bændurnir eru beðnir um að undirrita og senda fyrirtækinu.

Kristján hafnar samningnum í svarpósti til fyrirtækisins þann 16. ágúst 2019. Hörður Kristjánsson, aðaleigandi Ísteka, bregðast við með því að telja upp fjóra kosti sem bóndinn hefur: 1) Að skrifa undir nýju samningana og klára tímabilið í samræmi við þá, 2) klára tímabil miðað við verðskrá ársins á undan, 3) hætta strax og fá greitt miðað við verðskrá ársins á undan og að lokum: 4) gera ráðstafanir til að taka við blóði sem þeir munu skila bóndanum.

„Ef við heyrum ekkert frá þér í dag gerum við ráð fyrir að þú hafir valið kosti 3 eða 4 og þá verður ekki safnað á morgun,“ segir í svar Harðar.

Kristján segist hafa skrifað undir samninginn enda hafi hann ekki séð aðra kosti í stöðunni á þeim tímapunkti.

Ábending og önnur forgangsröðun

Þremur mánuðum eftir skriflega kvörtun, barst bóndanum bréf frá Samkeppniseftirlitinu um lok málsins. Í bréfinu kemur fram að Samkeppniseftirlitið líti á erindið sem ábendingu og verði ekki tekið til meðferðar af eftirlitinu.

„Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 er Samkeppniseftirlitinu heimilt að forgangsraða málum sem stofnuninni berast. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að núgildandi samkeppnislögum segir að eðlilegt þyki að stofnuninni sé veitt skýr heimild í lögum til að ákveða hvort ástæða er til að rannsaka mál í kjölfar erindis eða ábendinga. Með hliðsjón af öllu framangreindu, sbr. áðurnefnda heimild til forgangsröðunar og fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá eftirlitinu, telur eftirlitið ekki forsendur til að aðhafast frekar á grundvelli ábendingar yðar,“ segir í svarbréfi frá Samkeppniseftirlitinu.

Skylt efni: Ísteka | blóðmerar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...