Samstarfssamningur um Opna skóga
Samkaup og Skógræktarfélag Íslands hafa skrifa undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar.
Opnir skógar eru nú sautján talsins, staðsettir víðs vegar um landið og þar er boðið upp á góða útivistaraðstöðu. Unnið verður áfram að þróun og bættu aðgengi þannig að sem flestir landsmenn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum og eru allir opnir.
Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, segir að samningurinn við Samkaup skipti skógræktarfélögin gríðarlega miklu máli og tryggir rekstur þess fram á næsta ár. „Í framhaldinu munum við kynna verkefnið enn frekar og hvetja landsmenn til að sækja í skógana enda er þar að finna frábæra aðstöðu til samkomuhalds og útivistar.“