Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust
Fréttir 25. apríl 2016

Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ábúendur á þremur bæjum í Árneshreppi hyggjast bregða búi á hausti komandi, á Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi. Alls verða eftir í hreppnum 7 bæir þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur.  Þeir eru 10 talsins um þessar mundir. 
 
Misskilnings gætti í frétt í Bændablaðinu fyrir páska þar sem fram kom að eftir að búskapur leggst af á áðurnefndum þremur bæjum yrðu eftir í hreppnum 10 bæir þar sem stundaður er fjárbúskapur.  
 
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, orðaði það svo í samtali við Bændablaðið að um væri að ræða þungt högg fyrir lítið byggðarlag, en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að um yfirvofandi héraðsbrest væri að ræða, staðan væri engu að síður mjög alvarleg. 
 
Hún segir að í Árneshreppi, sem vissulega sé fámennur, sé engu að síður ríkjandi þokkaleg bjartsýni og eitt og annað sem gefi tilefni til þess.Trilluútgerð er öflug að sumarlagi, ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum þar líkt og annars staðar í landinu og lofar komandi sumar góðu. Batnandi vegir í hreppnum skipta verulegu máli en aðalfyrirstaðan til þessa hefur verið vegurinn um Veiðileysuháls. 
 
Íbúar binda vonir við Hval­árvirkjun í Ófeigsfirði sem fyrirhugað er að reisa og til stendur að hefja vegagerð í tengslum við framkvæmdir á Ófeigsfjarðarheiði í sumar.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...