Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Mynd / BSE
Fréttir 3. maí 2021

Sauðfjárræktarverðlaun BSE fóru til bænda í Villingadal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Bændur í Villingadal í Eyja­fjarðar­sveit, þau Árni Sigur­laugs­­son frá Ragnheiðarstöð­um í Flóa og Guðrún Jóns­­­dóttir, hlutu Sauðfjár­ræktarverð­laun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir góðar afurðir fjár­ins og snyrtilegan og vel rekinn búskap árið 2019.

Guðrún og Árni hófu búskap árið 1985 og til 2013 í félagsbúi með Ingibjörgu, systur Guðrúnar. Þær systur tóku við af foreldrum sínum, Jóni Hjálmarssyni og Hólmfríði Sigfúsdóttur, en afi og amma þeirra systra höfðu komið vestan úr Skagafirði og hófu búskap í Villingadal 1922.

Á fyrstu árum sínum í búskap byggðu Árni og Guðrún íbúðarhús og fjós og eru þau með um 20 kýr auk geldneyta og 150 kindur. Hjá þeim hefur umgengni og snyrtimennska verið áberandi og fallegt er að koma upp í Villingadal.

Í útreikningi vegna sauðfjárræktarverðlauna BSE kemur fram að í Ytri-Villingadal eru 119 ær með 36,2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á, sem má nefna að vaxtarhraði er 143 g á dag í lömbum, gerð 10,8 og fituhlutfall 1,56. Afurðir eftir 25 gemlinga er 19,4 kg.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...