Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Árni Sigurlaugsson og Guðrún Jónsdóttir hlutu Sauðfjárræktarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2019 fyrir góðar afurðir fjárins og snyrtilegan og vel rekinn búskap.
Mynd / BSE
Fréttir 3. maí 2021

Sauðfjárræktarverðlaun BSE fóru til bænda í Villingadal

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Bændur í Villingadal í Eyja­fjarðar­sveit, þau Árni Sigur­laugs­­son frá Ragnheiðarstöð­um í Flóa og Guðrún Jóns­­­dóttir, hlutu Sauðfjár­ræktarverð­laun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir góðar afurðir fjár­ins og snyrtilegan og vel rekinn búskap árið 2019.

Guðrún og Árni hófu búskap árið 1985 og til 2013 í félagsbúi með Ingibjörgu, systur Guðrúnar. Þær systur tóku við af foreldrum sínum, Jóni Hjálmarssyni og Hólmfríði Sigfúsdóttur, en afi og amma þeirra systra höfðu komið vestan úr Skagafirði og hófu búskap í Villingadal 1922.

Á fyrstu árum sínum í búskap byggðu Árni og Guðrún íbúðarhús og fjós og eru þau með um 20 kýr auk geldneyta og 150 kindur. Hjá þeim hefur umgengni og snyrtimennska verið áberandi og fallegt er að koma upp í Villingadal.

Í útreikningi vegna sauðfjárræktarverðlauna BSE kemur fram að í Ytri-Villingadal eru 119 ær með 36,2 kg eftir hverja vetrarfóðraða á, sem má nefna að vaxtarhraði er 143 g á dag í lömbum, gerð 10,8 og fituhlutfall 1,56. Afurðir eftir 25 gemlinga er 19,4 kg.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...