Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á býlinu eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til.
Á býlinu eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til.
Mynd / peta.org
Fréttir 14. nóvember 2022

Sekt vegna mykjuleka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabú í Iowa í Bandaríkjum Norður-Ameríku var nýverið sektað vegna mykjuleka.

Rann mykjan út í nálægan læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst. Sektin nemur 10 þúsund bandaríkjadölum, eða tæpri 1,5 milljón króna.

Á býlinu sem um getur eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til. Gripirnir eru í þremur fjósum og er hreinsibúnaður gólfsins þannig að það er skolað með vatni. Afrennslið með mykjunni á eða átti að renna í stóra þró við fjósið.

Svo virðist sem niðurfallsrör undir grindunum í fjósinu hafi stíflast með þeim afleiðingum að útþynnt mykjan flæddi um stóran hluta gripahússins og þaðan nokkra kílómetra niður eftir nærliggjandi læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst.

Skylt efni: utan úr heimi

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...