Sekt vegna mykjuleka
Kúabú í Iowa í Bandaríkjum Norður-Ameríku var nýverið sektað vegna mykjuleka.
Rann mykjan út í nálægan læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst. Sektin nemur 10 þúsund bandaríkjadölum, eða tæpri 1,5 milljón króna.
Á býlinu sem um getur eru um 3.300 nautgripir og því talsvert af mykju sem þar verður til. Gripirnir eru í þremur fjósum og er hreinsibúnaður gólfsins þannig að það er skolað með vatni. Afrennslið með mykjunni á eða átti að renna í stóra þró við fjósið.
Svo virðist sem niðurfallsrör undir grindunum í fjósinu hafi stíflast með þeim afleiðingum að útþynnt mykjan flæddi um stóran hluta gripahússins og þaðan nokkra kílómetra niður eftir nærliggjandi læk með þeim afleiðingum að fjöldi fiska drapst.