Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Síðasti bananinn
Fréttir 27. janúar 2015

Síðasti bananinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsælasta bananayrki í heimi og bananinn sem við þekkjum kallast Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ástæðan fyrir þessu er sveppurinn Fusarium sem hefur breiðst hratt út og drepur bananaplöntur.

Útbreiðsla sveppsins hefur verið frá Asíu til Afríku og Mið Austurlanda. Í yfirlýsingu frá FAO - Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að kostnaður við að bjarga yrkinu sé að minnsta kosti 47 milljónir Bandaríkjadalir, um 6,3 milljarðar íslenskar krónur.

Cavendish viðkvæmt fyrir Fusarium
Sveppurinn sem kallast fullu nafni Fusarium oxysporum f.sp. cubense TR4 hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, Malasíu og Tævan.  Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan þá hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni.

Helsta ástæðan fyrir miklum áhyggjum manna á sveppasýkingunni er að nánast allir bananar sem framleiddir eru og settir á markað eru af yrkinu Cavendish og það er einstaklega viðkvæmt fyrir sýkingu og drepast nánast allar plöntur af því yrki vegna hennar.

Ríkjandi yrki á markaði
Yrkið Cavendish þykir bragðgott og auðvelt í flutningum vegna þess hvað það geymist leng og margir á Vesturlöndum hafa aldrei smakkað aðra gerð af bönunum. Cavendish hefur verið ríkjandi á markaði frá 1950 þegar yrkið Gros Michel dó út vegna annarrar Fusarium sýkingar.

Undanfarin ár hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðin fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish
 

Skylt efni: bananar | ræktun

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...