Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Mynd / Jón Auðunn Bogason
Fréttir 14. september 2021

Sjálfsáð degli fannst Í Stálpastaðaskógi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu fundu Jón Auðunn Bogason, skógar­vörður á Vesturlandi, og Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi sjálfsánar degliplöntur í Stálpa­staða­skógi í Skorradal. Valdimar segir að þeir hefðu fundið þrjá slíkar plöntur í reit sem er blandaður af rauðgreni og sitkagreni. „Í nærliggjandi reit hafði degli frá Bresku-Kólumbíu verið plantað árið 1969 innan um sitkagreni frá Alaska sem var plantað 1961. Það eru um 15 til 20 metrar frá gamla deglinu að þessum sáðplöntum.“

Sjálfsánar plöntur

„Við rákumst á plöntur í skóginum sem okkur þótti öðruvísi en það greni sem er að sá sér þarna. Þegar við skoðuðum plönturnar betur sáum við að þetta voru sáðplöntur af degli og er þetta að öllum líkindum fyrsti fundur slíkra sjálfsána plantna á Íslandi,“ segir Valdimar. Hann sagði einnig að vel gæti verið að fleiri sjálfsánar degliplöntur gætu leynst í reitnum þar sem þeir hefðu ekkert farið í að leita að þeim sérstaklega.

Áður kallað döglingsviður

Degli (Pseudotsuga menziesii), áður kallað döglingsviður eða douglasgreni, er ekki mikið notað í skógrækt í dag að sögn Valdimars, en bundnar eru vonir við að þessi tegund sé ein af framtíðartegundum í íslenskri skógrækt. Degli hefur sýnt góð þrif í Stálpastaðaskógi þar sem því hefur verið plantað í gisinn skóg en reynst erfiðara á óvörðu landi. Degli skilar verðmætum við sem kallast Oregon pine og verður spennandi að fylgjast með þessum plöntum í framtíðinni.

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...