Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Nýfundin sáðplanta af degli (Pseudotsuga menziesii) í Stálpastaðaskógi.
Mynd / Jón Auðunn Bogason
Fréttir 14. september 2021

Sjálfsáð degli fannst Í Stálpastaðaskógi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir skömmu fundu Jón Auðunn Bogason, skógar­vörður á Vesturlandi, og Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi sjálfsánar degliplöntur í Stálpa­staða­skógi í Skorradal. Valdimar segir að þeir hefðu fundið þrjá slíkar plöntur í reit sem er blandaður af rauðgreni og sitkagreni. „Í nærliggjandi reit hafði degli frá Bresku-Kólumbíu verið plantað árið 1969 innan um sitkagreni frá Alaska sem var plantað 1961. Það eru um 15 til 20 metrar frá gamla deglinu að þessum sáðplöntum.“

Sjálfsánar plöntur

„Við rákumst á plöntur í skóginum sem okkur þótti öðruvísi en það greni sem er að sá sér þarna. Þegar við skoðuðum plönturnar betur sáum við að þetta voru sáðplöntur af degli og er þetta að öllum líkindum fyrsti fundur slíkra sjálfsána plantna á Íslandi,“ segir Valdimar. Hann sagði einnig að vel gæti verið að fleiri sjálfsánar degliplöntur gætu leynst í reitnum þar sem þeir hefðu ekkert farið í að leita að þeim sérstaklega.

Áður kallað döglingsviður

Degli (Pseudotsuga menziesii), áður kallað döglingsviður eða douglasgreni, er ekki mikið notað í skógrækt í dag að sögn Valdimars, en bundnar eru vonir við að þessi tegund sé ein af framtíðartegundum í íslenskri skógrækt. Degli hefur sýnt góð þrif í Stálpastaðaskógi þar sem því hefur verið plantað í gisinn skóg en reynst erfiðara á óvörðu landi. Degli skilar verðmætum við sem kallast Oregon pine og verður spennandi að fylgjast með þessum plöntum í framtíðinni.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...