Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Zombíormur af tegundinni Osedax mucofloris eða horblóm.
Zombíormur af tegundinni Osedax mucofloris eða horblóm.
Mynd / marinespecies.org
Fréttir 5. september 2022

Sjávarormar án munns, maga og endaþarms

Höfundur: Vilmundur Hansen

Djúpt í undirdjúpum sjávar finnast ormar sem líkjast undarlegum sjávargróðri.

Ormarnir sem í fyrstu voru taldir vera plöntur en ekki dýr kallast zombíeormar, hafa engan munn, maga né endaþarm. Þrátt fyrir það eyða ormarnir lífi sínu við að melta beinagreindur hvala og annarra sjávarhryggdýra sem sökkva til botns þegar þau drepast.

Ormunum var fyrst lýst sem slepjulegu teppi sem lá yfir beinagrind hvals sem var á 3.000 kílómetra dýpi í Monterey-flóa við Kaliforníu og mynduð fyrir tilviljun í rannsóknaleiðangri djúpsjávarróbóta.

Mikil útbreiðsla

Eftir fundinn hófust rannsóknir á fyrirbærinu, víðs vegar um heim, og var beinum hvala, svína, nautgripa  og alifugla sökkt á hafsbotn í búrum sem auðvelt var að draga upp. Nánast alls staðar þar sem beitt hefur verið beinabeitu til að finna kvikindið hefur það fundist.

Í fyrstu var talið að um einhvers konar sjávargróður væru að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að þetta eru ormar sem hafa engan munn, maga né endaþarm.

Til þessa hafa verið greindar yfir 30 tegundir af þessum ormum sem geta verið á stærð við augnhár, litla fingur og allt þar á milli. Hver tegund fyrir sig virðist lifa í klösum sem berast um hafið milli ætis og er talið að ormarnir finni fæðu með einhvers konar efnaskynjurum.

Mynda meltingarsýru

Meginaðferð ormanna til að melta bein felst í því að gera gat á það með meltingarsýru og leysa beinið þannig upp. Rannsóknir á steingervingum benda til að ormarnir hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir meira en 150 milljón árum og löngu áður en að hvalir komu fram.

Þar sem zombíormategundir finnast og melta margar gerðir beina bendir flest til að þeir séu ekki sérhæfðir í fæðuvali á beinum.

Fernisúlfur

Ættkvísl þeirra hefur fengið latínuheitið Osedax sem vísar til þess að þeir melti bein. Tegund sem fannst á rúmlega tveggja kílómetra dýpi undir ísbreiðu Norðurheimsskautsins fékk heitið O. fenris eða Fernisúlfur.

Kvendýr zombíorma eru talsvert stærri en karldýrin og einungis kvendýrin melta bein. Karldýrin finnast aftur á móti tugum eða hundruðum saman í karlabúrum eða sekkjum inni í kvendýrum þar sem eina sjáanlega hlutverk þeirra felst í að frjóvga egg kvendýranna.

Skylt efni: undur náttúrunnar

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...