Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Eldvarnir þurfa að vera hluti af allri norrænni skógrækt.
Mynd / Pixabay
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Búist er við að aðsteðjandi loftslagsógn muni gera norræna skóga, vistkerfi og samfélög viðkvæmari fyrir eldi en áður hefur verið. Þetta þýðir að efla þarf og þróa betur viðbúnað, hvort heldur er innan samfélaga eða við stjórnun skóga.

Norræna tengslanetið fyrir skógar- og gróðurelda (SNS) og Skógartjónamiðstöðin (SLU) hafa rannsakað hvernig hægt er að draga úr hættu á skógareldum í norrænum skógum. Sett hefur verið fram sérstök stefna og aðgerðaáætlun. Er því ætlað að fá stjórnvöld, skógareigendur og samfélög til að hugsa meira út frá skógareldasjónarmiðum og veita upplýsingar og ráðleggingar um hvernig unnt er að taka meira tillit til eldhættu og draga úr skógareldum.

Fyrsta skrefið í átt að eldþolinni skógrækt er sagt vera að viðurkenna virka brunahættu í norrænum skógum. Eldvarnir þurfi að vera hluti af allri skógrækt, greina þurfi viðbúnað vegna gróðurelda og efla þekkingargrunn. Þetta krefjist aðgerða á öllum stigum, allt frá menntun til stefnumótunar og löggjafar stjórnvalda, og kalli á þverfaglegt samstarf og þátttöku.

Mælt er með að skoðuð verði mismunandi áhrif aðferða í slökkvistarfi, með brunatilraunum, líkanagerð, hermun o.fl. Meta þurfi áhrif mismunandi skóggerða, landslags og mannvirkja m.t.t. eldhættu og rannsaka hættu á svokölluðum mega-eldum sem átt hafa sér stað m.a. í Suður-Evrópu. Þá er sögð þörf fyrir sameiginlega innviði meðal Norðurlandanna, svo sem alhliða gagnagrunna um skógarelda í löndunum, til að styðja við rannsóknir og ákvarðanatöku.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...