Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fríða Helgadóttir, garðyrkjuráðunautur hjá fyrirtækinu HortiAdvice í Danmörku, hefur verið ráðin til starfa fyrir Sölufélag garðyrkjumanna.
Fríða Helgadóttir, garðyrkjuráðunautur hjá fyrirtækinu HortiAdvice í Danmörku, hefur verið ráðin til starfa fyrir Sölufélag garðyrkjumanna.
Fréttir 16. desember 2022

Slæm staða evrópskra garðyrkjubænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega var Fríða Helgadóttir, garðyrkjuráðunautur hjá fyrir­ tækinu HortiAdvice, ráðin til ráðunautastarfa hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Hún er búsett í Danmörku, þar sem HortiAdvice er staðsett, og veitir því íslenskum garðyrkjubændum fjaraðstoð í gegnum síma og í tölvupóstsamskiptum.

Hún segir stöðu evrópskra garðyrkjubænda vera mjög slæma, vegna mikilla orkuverðshækkana, og hafa þeir margir hverjir þurft að draga verulega úr framleiðslunni af þeim sökum.

HortiAdvice er einkarekið fyrirtæki, að hluta til í eigu hollenska ráðunautafyrirtækisins Delphy. „Við erum í miklu samstarfi með þeim, en hjá HortiAdvice erum við 36 starfsmenn í allt. Við störfum við ráðgjöf varðandi útiræktun á grænmeti og ávöxtum, ylræktun á bæði blómum, pottaplöntum og grænmeti,“ segir Fríða um starf sitt.

Úr Biskupstungunum

„Svo erum við líka með tæknideild sem sér um hönnun og þróun á alls kyns tölvukerfum sem hjálpa garðyrkjubændum með að skipuleggja ræktunina og við orkunýtingu. Við erum líka með útgáfustarfsemi. Gefum út fréttabréf sem við sendum til garðyrkjubænda, með helstu fréttum og nýjungum á markaðinum, og blaðið Gartnertidende, sem sameinar alla geirana og er með helstu fréttir af því sem er að gerast bæði í Danmörku og líka annars staðar í heiminum.“

Fríða er fædd og uppalin í Biskupstungunum. „Áhuginn fyrir garðyrkju hefur þess vegna alltaf verið til staðar, foreldrar mínir ræktuðu papriku og steinselju lengi, og svo var maður mikið í sumarvinnu í ýmsum gróðurhúsum í sveitinni. Ég flutti svo til Danmerkur 2006 og fór svo síðar í BSc-nám í Naturressourcer og svo MSc-nám í Agriculture við Kaupmannahafnarháskóla og hóf svo vinnu sem ráðunautur hjá HortiAdvice árið 2018,“ segir hún.

Fáir gúrkuframleiðendur gátu haldið uppi framleiðslu

„Samstarfið við íslenska garð- yrkjubændur byggist upp á samskiptum við mig símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Við förum yfir helstu vandamálin og skoðum hvernig hægt er að leysa þau. Síðan erboðiðuppáþaðaðégkomií heimsóknir til garðyrkjubænda, þegar að þess er þörf. Svo ætla ég að senda fréttabréf til garðyrkjubænda með þeim helstu nýjungum og fréttum, sem geta nýst í ræktun á Íslandi,“ segir Fríða, en hún er eini starfandi garðyrkjuráðunauturinn á vegum SFG.

Hún segir að staða evrópskra garðyrkjubænda sé víða ansi erfið. „Verð á lýsingu og hita í ylræktun hefur hækkað mikið, sem hefur gert það að verkum að fyrir marga garðyrkjubændur hefur það ekki borgað sig að halda uppi ræktun núna í vetur. Ef við tökum Holland til dæmis, þá er framleiðslan á tómötum í vetur farin úr 800 hektara landsvæði niður í um 50–100 hektara og það voru einungis nokkrir gúrkubændur sem gátu haldið uppi framleiðslu í vetur.“

Mikið magn inn á markaðinn í vor

„Í gúrkum og tómötum hafa margir ræktendur í Evrópu frestað útplöntun lengra fram á vorið í von um að þá verði kostnaðurinn við upphitun ekki eins mikill, og þurfi minni lýsingu líka. En það gerir það líka að verkum að þá verður gífurlegt magn að koma inn á markaðinn á sama tíma í vor, sem er heldur ekki æskileg staða. Sömu stöðu sjáum við í jarðarberjaræktun.

Í pottablómum sjáum við það í Evrópu að margir hafa valið að rækta frekar tegundir sem þrífast betur við lægri hita, þá þarf ekki eins mikinn hita í ræktuninni og þar af leiðandi hægt að halda uppi ræktun sem svarar kostnaði. Margir ræktendur hafa verið með fastan orkusamning í vetur, þar af leiðandi er líklegt að aðstæður verði erfiðari á næsta ári,“ útskýrir Fríða.

Í Hollandi er vetrarframleiðslan á tómötum farin úr 800 hektara landsvæði niður í um 50–100 hektara. Þá gátu einungis nokkrir gúrkubændur haldið
uppi framleiðslu í vetur. Mynd / Erwan Hesry

Kostnaður við kælingu hækkar líka

Fríða segir að þegar kemur að geymslu á ávöxtum og grænmeti að þá hafi kostnaðurinn við að kæla vörurnar vitanlega einnig hækkað mikið. „Það gerði það að verkum að í sumar svaraði það ekki kostnaði fyrir danska eplaframleiðendur að ljúka við uppskeru.

Ef við kíkjum lengra suður á bóginn, þá hefur mikill þurrkur verið á Spáni og grunnvatnið á sumum stöðum orðið blandað með saltvatni. Áður en vatnið er notað í ræktun þarf þess vegna að hreinsa það, sem krefst töluverðrar orku. Kostnaðurinn við að kæla húsin er líka orðinn talsverður vegna hitastigshækkunar. Það má þess vegna spyrja sig hvort framleiðsla á grænmeti í framtíðinni eigi eftir að færast norðar.

En þetta hefur líka gert það að verkum að það er komin meiri áhersla á að betrumbæta ýmislegt þar sem hægt er. Í ylræktinni erum við til dæmis að upplifa áhuga fyrir betri nýtingu á orkunni og hitanum. Margir hafa valið að fjárfesta í tækifærum til að bæta ræktunina, nýjum lömpum, hitagardínum svo eitthvað sé nefnt – og koma sér upp tölvukerfum sem stuðla að betri orkunýtingu. Það er meiri áhersla á yrkin og hvaða tegundir eru betri að rækta í þeirri aðstöðu sem við erum í núna. Auðvitað kom þetta sem sjokk fyrir garðyrkjubændur, en flestir reyna að líta á björtu hliðarnar og aðlaga sig að breyttum veruleika.“

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...