Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Um fimm hundruð manns mættu í opna húsið á Hellnum laugardaginn 23. apríl í dýrindis veðri.
Mynd / MHH
Fréttir 2. júní 2016

Stærsti manngerði hellir landsins opnaður ferðamönnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Um fimm hundruð manns mættu í hellaskoðun á bænum Hellnum í Landsveit laugardaginn 23. apríl þar sem sumrinu var fagnað með opnu húsi. 
 
Auk þess var boðið upp á leiki, veitingar og teymt var undir börnum. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynna stærsta helli landsins fyrir gestum en nú verður hann opnaður ferðamönnum. Á Hellnum eru þrír hellar, allir manngerðir, höggnir í sandstein, og er sá stærsti þeirra lengsti manngerði hellir á Íslandi en hann heitir Hellnahellir.
 
„Hellirinn er um fimmtíu metra langur, lofthæðin er þrír til fimm metrar og álíka vítt á milli veggja. Í hellinum eru tvær útgönguleiðir, ein í hvorum enda, en auk þess eru á honum fimm upphlaðnir strompar sem gerðir hafa verið til að hleypa birtu inn í hellinn eða til að hleypa út reyk frá eldstæðum,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir á Hellnum. 
 
Hún segir ekki nákvæmlega vitað hve gamall hellirinn er en talið er að hann sé  mögulega frá því fyrir eiginlegt landnám Íslands og hafi verið gerðir af pöpum, þ.e.a.s. írskum munkum sem tóku sér bólfestu hér á landi fyrir tíma víkinganna, eða um 900. Nú stendur til að taka á móti ferðamönnum í hellinn en hægt er að nálgast frekari  upplýsingar á heimasíðu Hellna, http://www.hellar.is og á Facebook.

Skylt efni: Hellnahellir

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...