Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Fréttir 14. júlí 2021

Tæpar 6 milljónir til viðhalds styrkvega í Húnaþingi vestra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta 4 milljónum króna til styrkvega í Húnaþingi vestra til viðhalds samgönguleiða. Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var samþykkt að veita 1,8 milljónum króna til viðhalds styrkvega á árinu 2021 og hefur sveitarfélagið því 5,8 milljónir króna til ráðstöfunar. Landbúnaðarráð Húnaþings vestra fjallaði um málið á fundi nýlega og lagði fram tillögu um skiptingu fjárins. Samkvæmt henni verður 3 milljónum varið til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði, til afréttarvega í Miðfirði fara 1.550.000 og 750 þúsund vegna afréttarvega í Hrútafirði. Þá er lagt til að vegna vegar yfir Brandagilsháls fari 200 þúsund krónur og 300 þúsund krónur vegna vegar upp á Vatnsnesfjall. Fjallskilastjórnir sjá um fram­kvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði, en að öðru leyti er sveitarstjóra falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls. Leggur landbúnaðarráð til að samræmt gjald verði fyrir vinnu við styrkvegi í sveitarfélaginu. Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...