Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Fréttir 14. júlí 2021

Tæpar 6 milljónir til viðhalds styrkvega í Húnaþingi vestra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta 4 milljónum króna til styrkvega í Húnaþingi vestra til viðhalds samgönguleiða. Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var samþykkt að veita 1,8 milljónum króna til viðhalds styrkvega á árinu 2021 og hefur sveitarfélagið því 5,8 milljónir króna til ráðstöfunar. Landbúnaðarráð Húnaþings vestra fjallaði um málið á fundi nýlega og lagði fram tillögu um skiptingu fjárins. Samkvæmt henni verður 3 milljónum varið til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði, til afréttarvega í Miðfirði fara 1.550.000 og 750 þúsund vegna afréttarvega í Hrútafirði. Þá er lagt til að vegna vegar yfir Brandagilsháls fari 200 þúsund krónur og 300 þúsund krónur vegna vegar upp á Vatnsnesfjall. Fjallskilastjórnir sjá um fram­kvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði, en að öðru leyti er sveitarstjóra falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls. Leggur landbúnaðarráð til að samræmt gjald verði fyrir vinnu við styrkvegi í sveitarfélaginu. Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...