Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Tilnefnd til verðlauna
Fréttir 6. mars 2025

Tilnefnd til verðlauna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, hefur verið tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna fyrir umfjöllun ársins 2024.

Tilnefninguna hlýtur hún fyrir greinarskrif um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt.

Í umsögn dómnefndar segir að umfjöllunin varpi „ljósi á það hvernig einokunin hefur hamlandi áhrif á ylrækt á Íslandi og hvernig markaðsráðandi fyrirtæki hefur notfært sér aðstöðu sína á vafasaman hátt. Umfjöllunin er vel framsett og skrifuð af þekkingu um tiltölulega sérhæft málefni, með skírskotun í umræðu um fæðuöryggi á Íslandi,“ segir þar enn fremur.

Umfjöllun Guðrúnar Huldu birtist í nokkrum tölublöðum Bændablaðsins á síðasta ári. Þar segir frá því að mikil óánægja hafi verið meðal garðyrkjubænda vegna fyrirtækisins Linde Gas, sem var á þeim tíma eini aðilinn sem seldi koltvísýring. Þar kemur fram að bændur hafi ekki fengið „það magn af koltvísýringi sem þeir hafa skuldbundið sig til að kaupa og afhending hefur verið gloppótt“.

Bændur í ylrækt hafi lent í því að vera án koltvísýrings svo vikum skipti, en hann er lífsnauðsynlegur plöntum. Í gróðurhúsum, þar sem þéttleiki plantna er mikill, er koltvísýringi dælt inn til að auka vöxt og gæði plantnanna. Skortur á koltvísýringi kemur því niður á rekstraröryggi garðyrkjustöðva.

Umfjöllunina má nálgast í nokkrum greinum:

Í flokknum Umfjöllun ársins 2024 eru tvær aðrar tilnefningar. Þær hlutu Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin, og Pétur Magnússon, RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða.

Verðlaunaafhending fer fram í Grósku kl. 17 þann 12. mars og eru viðurkenningar veittar í fjórum flokkum. Að auki við umfjöllun ársins er verðlaunað fyrir viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamannaverðlaun ársins. 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f