Tyson ætlar að rækta kannabis
Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í boxi, hefur ákveðið að söðla rækilega um og hefur nú uppi áform um að hefja stórfellda kannabisrækt á búgarði Kaliforníuríki.
Áform Tyson eru stórtæk og er markmið hans að rækta eigið kannabisyrki, TYSON OG sem mun vera blendingur yrkjanna Mike Tyson og OG Kush, á rúmlega sextán hekturum. Tyson og samstarfsmenn hans segja ræktunina mögulega þar sem búið er að lögleiða kannabis í Kaliforníu.
Í yfirlýsingu vegna ráðahagsins segir að Tyson hafi lengi verið stuðningsmaður þess að lögleiða kannabis í lækningaskyni og til einkanota og að hann vonist til að búgarðurinn verði til að auka skilning manna á gagnsemi plöntunnar.
Helmingur búgarðsins verður lagður undir kannabisrækt og munu garðyrkjumenn með sérþekkingu í þeim fræðum sjá um ræktunina.
Hugmyndin er einnig að á búgarðinum verði aðstaða fyrir gesti til að skoða og fræðast um framleiðsluna og gista, beri svo við. Fyrsta skóflustungan að húsakynnunum voru tekin fyrir skömmu.