Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umferð gangandi og hjólandi vex ár frá ári
Fréttir 15. desember 2020

Umferð gangandi og hjólandi vex ár frá ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýr hjólreiða og göngustígur er á teikniborðinu hjá Svalbarðsstrandarhreppi, en hann mun í framtíðinni tengjast stígakerfum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar, ná frá bæjarmörkum við Akureyri, yfir Leirubrú og að Garðsvík þar sem hreppsmörk eru í norðri.

Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri segir að þegar sé búið að vinna tillögur að legu stígsins eftir ströndinni. Hönnunargögn liggi fyrir en eftir sé að ákveða og fastsetja legu stígsins og fullhanna hann út frá því. Þá á eftir að endurskoða fjárhagsáætlanir og semja við landeigendur. 

Vegagerðin hefur óskað eftir áfangaskiptingu verksins. Þeir verða þrír, einn liggur frá Leirubrú við Akureyri að Vaðlaheiðagöngum, annar frá göngunum og að Svalbarðseyri og sá þriðji liggur þaðan og að Garðsvík. Björg segir ekki ákveðið á hvaða áfanga verði byrjað en líkur á að nyrsti hlutinn frá Svalbarðseyri og að Garðsvík verði síðastur í röðinni.

Með nýjum göngu- og hjólastíg flyst umferð gangandi og hjólandi fólks af umferðaþungum og hættulegum vegarkafla í Eyjafirði.

Hjólandi umferð af þjóðveginum

Björg segir þeim fjölga mjög sem hjóla sér til heilsubótar. 

„Við sjáum kippinn sem kom í umferð gangandi og hjólandi fólks þegar stígurinn fram að Hrafnagili var tekin í notkun og allir íbúar á svæðinu geta nýtt sér til útivistar. Við verðum líka vör við vaxandi umferð hjólreiðamanna ár frá ári. Með göngu og hjólastíg fáum við hjólandi umferð af erfiðum þjóðvegi og gefum gangandi vegfarendum tækifæri á að njóta náttúru og útivistar,“ segir hún.  „Fyrst og fremst eru stígarnir gerðir fyrir heimamenn og íbúa í nágrannasveitarfélögum en nýtist augljóslega fyrir aðra gesti og ferðamenn.“  

Stefnt er að því að ganga frá samningum við landeigendur og Vegagerð fyrir gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 og að hægt verði að hefja framkvæmdir á því ári. Björg segir að í millitíðinni hafi verið unnið að gönguleiðum innan Svalbarðseyrar, meðfram stöndinni og nú sé verið að vinna kort þar sem gestir geti séð hvar hentugt er að leggja bifreiðum, hvar sé að finna borð og bekki, hversu langar gönguleiðir séu og hvað markvert ber fyrir auga á leiðinni.

Fyrr í sumar samþykkti sveitarstjórn Hörgársveitar að hefja undirbúning að göngu og hjólastíg frá Lónsbakka við sveitarfélagamörkin við Akureyri og að Þelamerkurskóla. Samþykktin var gerð í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar. Hjólreiðafólk getur því hlakkað til að bruna á góðum stíg frá Þelamörk og út að Garðsvík einn góðan veðurdag innan fárra ára. Þá má geta þess að sumarið 2018 var tekin í notkun 7,5 kílómetra langur göngu og hjólastígur sem liggur meðfram Eyjafjarðarbraut vestari frá Hrafnagilshverfi að bæjarmörkum Akureyrar og er hann mjög mikið notaður. 

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...