Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. apríl 2023

Upprunavísun á vörur frá Kjarnafæði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrirtækið Kjarnafæði reið á vaðið með PDO upprunamerkingu á vörum sínum úr íslensku lambakjöti.

Eins og sagt var frá í síðasta Bændablaði fékk íslenska lamba- kjötið verndaða upprunatilvísun í Evrópu (PDO) og er þar með komið í hóp með þekktum evrópskum landbúnaðarafurðum á borð við parmaskinku og parmesan ost.

„Við erum að byrja að nota þetta merki og munum auka notkun þess jafnt og þétt í framhaldinu. Við erum afar stolt af því að vinna íslenskt lambakjöt í góðu samstarfi við bændur og fögnum því að þessi einstaka gæðavara fái viðurkenningu sem slík. Upprunamerki geta hjálpað til við að auka traust á vörum í síharðnandi samkeppni,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska.

Markmiðið með merkingunni er að vernda vörur sem eru framleiddar og unnar á tilteknu landsvæði, með því að nota viðurkennda þekkingu staðbundinna framleiðenda og hráefni frá viðkomandi svæði.

„Það er alltaf styrkur í því að upplýsa viðskiptavininn um uppruna og eðli þeirrar vöru sem í boði er,“ segir Ágúst Torfi.

Skylt efni: upprunamerkingar

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...