Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Mynd / Jón Gíslason
Fréttir 26. október 2020

Vel þegin samverustund í amstri haustsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldin í byrjun þessa mánaðar í Hvammi í Vatnsdal. Sýningin var vel sótt og þátttakan góð að sögn Jóns Gíslasonar, bónda á Hofi. „Þetta var vel þegin samverustund í amstri haustsins.

Keppt var í þremur flokkum. Að lokum voru sigurvegararnir í flokkunum þremur bornir saman og besti hrútur sýningarinnar valinn. Dómarar voru Gunnar Þórarinsson og Guðni Ellertsson.

Í flokki kollóttra stóð efstur hrútur no 248 frá Hofi. Faðir er Árangur 15-159 frá Árbæ og móðir Strönd 17-811 frá Hofi. Hann var jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.

Í flokki mislitra stóð efstur svartur hrútur, no 73 frá Hæli. Faðir er Glæpon 17-809 frá Hesti og móðir 18-052 frá Hæli.

Í flokki hyrntra stóð efstur hrútur no 69 frá Hæli. Faðir hans er einnig Glæpon 17-809 frá Hesti, en móðir er 18-041 frá Hæli. 

Sigurvegarar í hverjum flokki. Lengst til vinstri er
Jón Kristófer Sigmarsson með mislita hrútinn,
Helene Finzel með þann hyrnta í miðið, og lengst
til hægri er Jón Ægir Jónsson með þann kollótta,
besta hrút sýningarinnar.

Börnin í skrautgimbraflokknum eru, talin frá
vinstri: Magnús Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir,
Salka Kristín Ólafsdóttir og Harpa Katrín Sigurðardóttir.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...