Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Mynd / Jón Gíslason
Fréttir 26. október 2020

Vel þegin samverustund í amstri haustsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldin í byrjun þessa mánaðar í Hvammi í Vatnsdal. Sýningin var vel sótt og þátttakan góð að sögn Jóns Gíslasonar, bónda á Hofi. „Þetta var vel þegin samverustund í amstri haustsins.

Keppt var í þremur flokkum. Að lokum voru sigurvegararnir í flokkunum þremur bornir saman og besti hrútur sýningarinnar valinn. Dómarar voru Gunnar Þórarinsson og Guðni Ellertsson.

Í flokki kollóttra stóð efstur hrútur no 248 frá Hofi. Faðir er Árangur 15-159 frá Árbæ og móðir Strönd 17-811 frá Hofi. Hann var jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.

Í flokki mislitra stóð efstur svartur hrútur, no 73 frá Hæli. Faðir er Glæpon 17-809 frá Hesti og móðir 18-052 frá Hæli.

Í flokki hyrntra stóð efstur hrútur no 69 frá Hæli. Faðir hans er einnig Glæpon 17-809 frá Hesti, en móðir er 18-041 frá Hæli. 

Sigurvegarar í hverjum flokki. Lengst til vinstri er
Jón Kristófer Sigmarsson með mislita hrútinn,
Helene Finzel með þann hyrnta í miðið, og lengst
til hægri er Jón Ægir Jónsson með þann kollótta,
besta hrút sýningarinnar.

Börnin í skrautgimbraflokknum eru, talin frá
vinstri: Magnús Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir,
Salka Kristín Ólafsdóttir og Harpa Katrín Sigurðardóttir.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...