Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
WorldFengur fjárvana
Fréttir 28. mars 2022

WorldFengur fjárvana

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rekstur WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, er langt frá því að standa undir kostnaði. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur kallað eftir fjármagni til að ráðast í aðkallandi endurnýjun.

Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri RML

Gagnagrunnurinn Worldfengur er rúmlega 20 ára gamalt sam­starfs­verkefni Bændasamtaka Íslands og FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins. Þetta er miðlægur gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um íslenska hestinn um allan heim, en þar má finna upplýsingar um ættir, afkvæmi, dóma, eigendur, ræktendur, kynmótamat, örmerki, liti og fleira. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur séð um rekstur hans síðan árið 2020.

Aðgangur að Worldfeng er greiddur gegnum árgjöld sem koma í gegnum hestamannafélög um allan heim, en samkvæmt Karvel Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, eru afnotagjöldin langt frá því að svara kostnaði við rekstur grunnsins.

Gunnar Sturluson, forseti FEIF

„Hann var rekinn með 11–13 milljóna króna tapi í fyrra. Við þurfum að endurskoða innheimtu því þetta gengur einfaldlega ekki upp. Þetta er miklu meira en eingöngu skýrsluhaldskerfi, heldur grunnurinn að ræktun íslenska hestsins á heimsvísu. Starfið er alþjóðlegt og mikilvægt en er ekki viðurkennt með fjármagni,“ segir Karvel.

Nú sé leitað leiða til að fá hið opinbera til að taka þátt í nauðsynlegum endurnýjunum. „Það þarf að endurnýja grunninn vegna öryggis en einnig er viðmótið úrelt.“ Því þurfi að aðlaga hann að breyttum tímum, snjallvæða og gera notendavænni. Karvel ráðgerir að slík uppfærsla kosti um 30 milljónir króna ofan á almennan rekstur.

„Skilyrði þess að íslenskur hestur sé viðurkenndur sem svo er að hægt sé að rekja ættir hans til Íslands í gegnum WorldFeng. Hann er því algjört lykilgagn í ræktunarstarfinu,“ segir Gunnar Sturluson, forseti FEIF, og vísar þar í reglugerð um uppruna og ræktun íslenska hestsins (nr. 422/2011). „Það þarf að fylgja því fjármunir ef slíkt á að vera hægt.“

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...