Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Katrín Jakobsdóttir forsætis­ráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætis­ráðherra.
Fréttir 19. október 2018

„Leiðigjarnt stef að tala innlendan landbúnað niður“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Katrín Jakobsdóttir forsætis­ráðherra kom víða við í ræðu sinni á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem haldinn var fyrir skömmu. Þar sagði Katrín meðal annars að það væri orðið leiðigjarnt stef þegar menn kappkosta að tala niður innlendan landbúnað eins og hann sé þurfalingur í íslensku samfélagi þegar hann er einmitt undirstöðuatvinnugrein til þess að Ísland geti orðið raunveruleg matarkista.

Í upphafi ræðu sinnar sagði Katrín að verkefni frá kosningum hafi verið ærin enda hefði flokkurinn sett fram skýra stefnu með þremur höfuðatriðum sem voru: uppbygging samfélagslegra innviða til að jafna lífskjör og bæta hag almennings, aukið samráð um stórar pólitískar ákvarðanir og raunverulegar umfangsmiklar aðgerðir í loftslagsmálum. Umhverfismál og landbúnaður komu talsvert við sögu í ræðu Katrínar og sagði hún meðal annars í ræðu sinni:

„Í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa orðið straumhvörf í fjárveitingum til loftslagsmála og í stefnumörkun. Ríkisstjórnin kynnti í byrjun september fyrstu áfangana í metnaðarfullri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar munu landgræðsla, skógrækt og endurheimt votlendis verða fyrirferðarmikil til þess að binda aukið kolefni en í stjórnarsáttmála er kveðið á um að Ísland eigi að verða kolefnishlutlaust ekki seinna en 2040. Annar stór áfangi eru orkuskipti í samgöngum þar sem stórátak verður í uppbyggingu fyrir rafbíla og rafhjól og sett niður tímaáætlun um að ekki verði fluttir inn nýir bílar sem ganga fyrir bensíni eða olíu eftir 2030. Ný skýrsla um loftslagsbreytingar sýnir gjörla að aðgerða er þörf – og víðar en á þessum tveimur sviðum.“

Katrín sagði einnig: – „Við þurfum að huga að því hvernig við getum orðið mun öflugri í matvælaframleiðslu til að draga úr vistspori innfluttra matvæla og verða sjálfum okkur nægari í matvælaframleiðslu. Við þurfum að tryggja ungum bændum frelsi til að fara ótroðnar slóðir í matvælaframleiðslu, tryggja að bændur eigi ólíka valkosti í framleiðslu sinni, geti selt beint frá býli og greiða fyrir því að þeir geti sinnt nýsköpun og þróun.

Leiðigjarnt að tala niður innlendan landbúnað eins og hann sé þurfalingur

Það er orðið leiðigjarnt stef þegar menn kappkosta að tala niður innlendan landbúnað eins og hann sé þurfalingur í íslensku samfélagi þegar hann er einmitt undirstöðuatvinnugrein til þess að Ísland geti orðið raunveruleg matarkista. Öll okkar stefnumörkun á að miðast við þá heildarsýn að við drögum úr vistsporinu, minnkum sóun, eflum nýsköpun í matvælaframleiðslu og tryggjum matvæla- og fæðuöryggi. Sýna þarf stórhug í hvers konar landbúnaði og sjávarútvegi og setja niður matvælastefnu fyrir Ísland sem bregst við þeim raunverulegu áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir.

Atvinnulíf í sátt við samfélag og umhverfi

Atvinnulíf í sátt við samfélag og umhverfi er kjarni okkar stefnu; kjarni hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Við eigum einstakt tækifæri til að ráðast í breytingar sem munu gera íslenskt samfélag sjálfbærara. Þar skiptir öllu máli það sem við erum að gera í þessari ríkisstjórn, sú kúvending sem nú hefur orðið í þessum málaflokki, mestu áskorun aldarinnar; loftslagsmálunum.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...