Upprennandi fótboltastjarna
Jakob Bjarni er hress og skemmtilegur strákur sem býr í miðbæ Reykjavíkur. Honum finnst skemmtilegast að vera í fótbolta og er mikill KR- og Liverpoolmaður.
Nafn: Jakob Bjarni Sverrisson.
Aldur: 10 ára
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Reykjavík.
Skóli: Vesturbæjarskóli.
Skemmtilegast í skólanum: Íþróttir.
Áhugamál: Fótbolti og handbolti.
Tómstundaiðkun: Fótbolti og handbolti.
Uppáhaldsdýrið: Hundar.
Uppáhaldsmatur: Tortillas með hakki, osti og sýrðum rjóma.
Uppáhaldslag: There is nothing holding me back með Shawn Mendes.
Uppáhaldslitur: Gulur. Uppáhaldsmynd: Ace Ventura.
Fyrsta minningin: Þegar afi Gunnar hélt á mér í stól heima hjá mér.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Að leiða inn á völlinn í landsleik Íslands og Bosníu Hersegóvínu í fótbolta. Ég fékk að leiða fyrirliða Bosníu, Edin Dzeko.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Atvinnumaður í fótbolta.
Við hvetjum alla til að hafa samband sem langar að taka þátt! sigrunpeturs@bondi.is