Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Barnapeysan Smári
Hannyrðahornið 4. september 2023

Barnapeysan Smári

Höfundur: Þingborg

Efni: 200-300-300-350 gr Þingborgarlopi í aðallit, 50 gr lopi í sauðalit eða Slettuskjótt (litaður Þingborgarlopi).

Sokkaprjónar 5 mm, hringprjónar 5 mm, 40, og 60 sm langir, heklunál 4 mm, tölur eða rennilás.

Prjónfesta:14 l og 21 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 sm Prjónað er úr plötulopanum tvöföldum. Bolur og ermar eru prjónuð í hring.

Bolur: Fitjið upp 91-97-103-113 l á 40 sm hringprjón. Fitjaðar eru upp 2 aukalykkjur sem svo eru prjónaðar brugðnar upp að hálsmáli. Prjónað slétt uns bolur mælist 22-32 sm. (Mælið viðkomandi og metið bolsídd).

Ermar: Fitjið upp 28-30-32-32 lykkjur á sokkaprjóna, prjónið slétt í hring 6-8 sm. Aukið út um 2 lykkjur, (1 l eftir fyrstu lykkju og 1 l fyrir síðustu lykkju í umf). Endurtakið aukningu 3-3-4-4 x upp ermi, með u.þ.b. 4-5 umferðir á milli þar til 36-38-42-42 lykkjur eru á prjóninum. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 22-32 sm. Mælið handlegg og finnið út rétta ermalengd.

Axlastykki: Sameinið nú bol og ermar á 60 sm hringprjóninn. Setjið 3-3-3-3 síðustu l og 2-2-3-3 fyrstu l af ermum á prjónanælu. Prj 20-22-23-25 l af bol að framan, prjónið fyrri ermina við 31-33-36-36 l, setjið næstu 5-5-6-6- l af bol á hjálparprjón eða nælu. Prjónið næstu 10-43-45-51 l af bol og setjið næstu 5-5-6-6- l á hjálparprjón. Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hina og að síðustu 20-22- 23-25 l af bol. Þá eru 143-153-163-173 l á prjóninum. Prj mynstur eftir teikningu. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar og að lokum sokkaprjóna. Þegar mynstri lýkur eru 58-62-66-70 l eftir á prjóninum. Fellið laust af. Gangið vel frá öllum endum og lykkið saman undir höndum.

Listi: Saumið í vél með beinu þéttu spori og samlitum tvinna í brugðningu að framan sitt hvoru megin, sem næst slétta prjóninu. Gott er að sauma tvisvar hvoru megin. Klippið upp á milli saumanna. Snúið réttunni á peysunni að ykkur og byrjið að hekla neðst á hægra framstykki, 1 fl í aðra hverja lykkju með aðallit, hekla 2 fl á hornið þegar kemur að hálsmáli, 1 fl hekluð í fyrstu lykkju í hálsmáli, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, 1 fl í næstu lykkju, endurtaka út á hornið á vinstra framstykki, 2 fl á hornið, hekla eins niður að framan á vinstra framstykki, 2 fl á hornið að neðan, hekla áfram 1 fl, 1 ll, hoppa yfir 1 lykkju, neðan á peysunni eins og gert var í hálsmáli, tengja saman með kl þegar hrignum er lokað. Hekla 1 ll og heklið síðan 1 fl í hverja fl frá fyrri umferð, hnappagöt eru gerð í þessari umferð þannig: hekla 1 ll og hoppa yfir 1 fl,eins mörg hnappagöt og óskað er, á hægra framstykki á stelpupeysu og vinstra framstykki á strákapeysu, hekla 1 fl, 1 ll, og fl um ll frá fyrri umferð í hálsmáli og að neðan, tengja saman með kl neðst á hægra framstykki, þriðja umferðin er eins og númer tvö nema þar sem eru hnappagöt eru heklaðiar 2 fl um ll frá fyrri umferð.

Heklið eins framan á ermar. Einnig er hægt að hekla takka í hálsmál og að neðan í þriðju umferð, þá er heklað eins á framstykkjum, en í hálsmáli og að neðan heklaðir takkar þannig: 3 ll, 1 fl í þriðju ll frá nálinni, 1 fl um ll frá fyrri umferð. Slítið frá. Gangið frá endum og lykkjið saman undir höndum. Eins má setja rennilás á þessa peysu. heklaðar eru tvær umferðir af fastahekli án hnappagata. Hafið rennilásinn 2-3 sm styttri en boðungur mælist og mælið fyrir rennilásnum eftir þvott. Þræðið rennilásinn á boðungana og saumið svo annað hvort í höndum með þéttu spori eða í saumavél. Passið að mynstur standist á.

Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið sem mest af vatni úr peysunni. Leggið peysuna á handklæði til þerris.

Skýringar:
sm= sentimetrar
l= lykkjur/lykkja
umf= umferð
fl= fastalykkja
ll= loftlykkja
kl= keðjulykkja

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.