Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Belfst - dömupeysa
Hannyrðahornið 9. september 2019

Belfst - dömupeysa

Höfundur: Handverkskúnst
Stílhrein og þægileg peysa, prjónuð ofan frá og niður. 
 
Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)
Yfirvídd: 80 (88) 96 (106) 118 (130) cm
Garn: Drops Big Merino. Fæst hjá Handverkskúnst
- 550 (600) 650 (750) 800 (900) g litur á mynd er grár nr 02 
Prjónar: Sokka og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 4,5 og 5 eða sú stærð sem gerir 17 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umf sl, 1 umf brugðin*, endurtakið frá *-*. 
Mynstur: Mynsturteikning A.1 sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. 
Útaukning (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo að ekki myndast göt.
Úrtaka (á ermum): 1 slétt, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir af umferð,  prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 slétt (= 2 lykkjur færri). 
 
Peysa: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. 
Fitjið upp 82 (84) 88 (92) 96 (102) lykkjur á hringprjón nr 4,5. Tengið í hring og setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar. Prjónið 1 umferð slétt og síðan stroff þannig: *1 slétt, 1 brugðin*, prjónið frá *-* út umferðina, alls 2 (3) 2 (3) 2 (3) cm. Skiptið yfir á prjóna nr 5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan, í síðustu umferð með garðaprjóni er aukið út um 10 (13) 14 (18) 22 (23) lykkjur jafnt yfir = 92 (97) 102 (110) 118 (125) lykkjur. Prjónið stroff: *1 slétt, 1 brugðin*, alls 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm. Prjónið mynstur A.1 yfir allar lykkjur, JAFNFRAMT er aukið út í fyrstu umferð um 40 (45) 50 (58) 62 (65) lykkjur jafnt yfir = 132 (142) 152 (168) 180 (190) lykkjur. Prjónið 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm stroff, síðan A.1, og aukið út í fyrstu umferð mynsturs um 40 (45) 50 (58) 62 (65) lykkjur jafnt yfir = 172 (187) 202 (226) 242 (255) lykkjur. ATH Endið umferð 4 í A.1 með því að prjóna 0 (1) 0 (0) 0 (1) lykkju slétt. Prjónið stroff eins og áður 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm, síðan A.1 en aukið út um 40 (45) 50 (58) 62 (65) lykkjur í fyrstu umferð jafnt yfir = 212 (232) 252 (284) 304 (320) lykkjur. Stykkið mælist ca 21 (22) 24 (25) 27 (28) cm frá uppfitjunarkanti.
 
Skipting bols og erma: Prjónið slétt 31 (34) 37 (41) 45 (49) lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 44 (48) 52 (60) 62 (62) lykkjur á band (ermi), fitjið upp 6 (6) 8 (8) 10 (12) lykkjur, prjónið 62 (68) 74 (82) 90 (98) lykkjur (= framstykki), setjið næstu 44 (48) 52 (60) 62 (62) lykkjur á band (ermi), fitjið upp 6 (6) 8 (8) 10 (12) lykkjur, prjónið 31 (34) 37 (41) 45 (49) lykkjur (= hálft bakstykki). Héðan er nú mælt.
 
Bolur: = 136 (148) 164 (180) 200 (220) lykkjur. Setjið prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýju lykkjurnar sem fitjaðar voru upp. Prjónið slétt í hring. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið út með 8 (6½) 5 (4½) 4½ (4½) cm millibili alls 5 (6) 7 (8) 8 (8) sinnum = 156 (172) 192 (212) 232 (252) lykkjur. Þegar bolur mælist 37 (38) 38 (39) 39 (40) cm prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24 (20) 20 (18) 22 (24) lykkjur jafnt yfir = 180 (192) 212 (230) 254 (276) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 4,5. Prjónið stroff 1 slétt, 1 brugðin, 5 cm, fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Stykkið mælist ca 63 (65) 67 (69) 71 (73 cm frá öxl og niður.
Ermi: Setjið lykkjurnar 44 (48) 52 (60) 62 (62) af bandi á stuttan hringprjón nr 5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 6 (6) 8 (8) 10 (12) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50 (54) 60 (68) 72 (74) lykkjur. Setjið prjónamerki mitt í nýju lykkjurnar sem markar upphaf umferðaar. Prjónið slétt þar til ermi mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 4½ (3½) 3 (2) 2 (2) cm millibili alls 8 (9) 11 (14) 15 (15) sinnum = 34 (36) 38 (40) 42 (44) lykkjur. Prjónið slétt þar til ermin mælist 37 (37½) 36 (35½) 34 (33½) cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir = 42 (44) 46 (48) 50 (52) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 4,5 og prjónið stroff 5 cm. Fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Prjónið hina ermina alveg eins.
 
Frágangur: Gangið frá endum, þvoið flíkina í þvottavél og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
 
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.