Bleik fjöður
Prjónuð barnapeysa með v-hálsmáli. Peysan er prjónuð neðan frá og upp úr dásamlega Drops Melody. Létt, mjúk og hlý peysa.
Drops Design: Mynstur ml-003-bn
Stærðir: 2 (3/4) 5/6 (7/8) 9/10 (11/12) ára
Yfirvídd: 72 (78) 80 (82) 88 (92) cm
Garn: DROPS MELODY (fæst í Handverkskúnst)
100 (150) 150 (200) 200 (200) g litur á mynd nr 17, skærbleikur
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 4,5 og 6
Prjónfesta: 14 lykkjur x 16 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
Úrtaka (á við um v-hálsmál): Öll úrtaka er gerð frá réttu.
Fækkið lykkjum í byrjun umferðar þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt og steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Fækkið lykkjum í lok umferðar þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni.
Útaukning (á við um ermar): Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við prjónamerki + 1 lykkja í hvorri hlið. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat.
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna, neðan frá og upp að handvegi, áður en stykkið skiptist og hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp að ermakúpu, síðan er afgangur af erminni prjónaður fram og til baka á hringprjóna. Frágangur á stykkinu er útskýrður í uppskrift.
Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli.
FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 124 (132) 136 (140) 148 (156) lykkjur á hringprjón nr 4,5 með DROPS Melody. Prjónið stroff (1 slétt, 1 brugðið) 6 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 6. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24 (24) 24 (24) 24 (28) lykkjur jafnt yfir = 100 (108) 112 (116) 124 (128) lykkjur. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 23 (26) 29 (32) 33 (34) cm, skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki þannig: fellið af fyrstu 10 (12) 12 (10) 12 (10) lykkjur í umferð, prjónið næstu 40 (42) 44 (48) 50 (54) lykkjur og setjið þær síðan á þráð (framstykki), fellið af næstu 10 (12) 12 (10) 12 (10) lykkjur og prjónið síðustu 40 (42) 44 (48) 50 (54) lykkjur í umferð (bakstykki).
BAKSTYKKI: Prjónið sléttprjón fram og til baka. Þegar stykkið mælist 34 (38) 42 (46) 48 (50) cm, fellið af miðju 12 (12) 14 (14) 16 (16) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka hvor fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 13 (14) 14 (16) 16 (18) lykkjur eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 36 (40) 44 (48) 50 (52) cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt.
FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á hringprjón nr 6 = 40 (42) 44 (48) 50 (54) lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 26 (30) 33 (36) 37 (38) cm. Næsta umferð er prjónuð þannig frá réttu: Prjónið 16 (17) 18 (20) 21 (23) lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt og 1 kantlykkja slétt, snúið. Setjið síðustu 20 (21) 22 (24) 25 (27) lykkjur á þráð fyrir hægra framstykki og prjónið síðan yfir 19 (20) 21 (23) 24 (26) lykkjur á prjóni = vinstri öxl.
VINSTRI ÖXL (framstykki): = 19 (20) 21 (23) 24 (26) lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í lok umferðar frá réttu – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu (= önnur hver umferð) alls 7 (7) 8 (8) 9 (9) sinnum (fyrsta úrtakan er gerð þegar framstykkið skiptist) = 13 (14) 14 (16) 16 (18) lykkjur eftir á öxl. Prjónið þar til stykkið mælist 36 (40) 44 (48) 50 (52) cm, fellið af.
HÆGRI ÖXL (framstykki): Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn = 20 (21) 22 (24) 25 (27) lykkjur. Prjónið í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við miðju að framan (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í byrjun á umferð frá réttu – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum í hverri umferð frá réttu (= önnur hver umferð) alls 7 (7) 8 (8) 9 (9) sinnum = 14 (14) 15 (16) 17 (18) lykkjur eftir á öxl. ATH! Fyrsta úrtaka er gerð í fyrstu umferð sem er prjónuð. Prjónið þar til stykkið mælist 36 (40) 44 (48) 50 (52) cm, fellið af.
ERMI: Fitjið upp 32 (34) 36 (36) 38 (40) lykkjur á sokkaprjóna nr 4,5. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff (1 slétt, 1 brugðið). Þegar stykkið mælist 6 cm, skiptið yfir á sokkaprjóna nr 6. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir = 26 (28) 30 (30) 32 (34) lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Prjónið slétt hringinn. Þegar stykkið mælist 8 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3 (3) 4 (4) 4 (5) cm millibili alls 5 (6) 6 (7) 8 (8) sinnum = 36 (40) 42 (44) 48 (50) lykkjur. Þegar ermin mælist 24 (29) 34 (37) 41 (49) cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá prjónamerki mitt undir ermi) á hringprjón að loknu máli. Prjónið áfram þar til ermin mælist 28 (33) 38 (41) 45 (53) cm, þ.e.a.s. það er klauf 4 cm efst á ermi. Fellið af. Prjónið aðra ermi á sama hátt.
Frágangur: Saumið axlasauma. Saumið ermakúpu við handveg
Kantur í hálsmáli: Notið stuttan hringprjón nr 4,5. Byrjið frá réttu við aðra öxlina. Prjónið upp ca 24 til 30 lykkjur meðfram annarri hlið á v-hálsmáli (prjónið upp 1 lykkju í miðju á hálsmáli), prjónið upp ca 24 til 30 lykkjur meðfram hinni hliðinni á v-hálsmáli og prjónið upp 16 til 22 lykkjur aftan í hnakka. Það eru ca 64 til 82 lykkjur á prjóni. Prjónið 1 umferð brugðið og stillið e.t.v. lykkjufjöldann þannig að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 2. Prjónið stroff (1 slétt, 1 brugðið) hringinn, stillið af þannig að það komi 1 lykkja slétt nákvæmlega við miðju að framan. JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt að framan þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan sléttri lykkju mitt að framan, lyftið 2 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi þær slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 lyftu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Með þessu þá kemur v-hálsmálið til með að leggjast fallega í hálsi og slétta lykkjan kemur til með að fylgja sem bein lína mitt að framan.
Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þar til kanturinn í hálsmáli mælist ca 3 cm.