Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Blúndutuskur
Hannyrðahornið 15. ágúst 2023

Blúndutuskur

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www,garn.is

Prjónaðar tuskur í garðaprjóni með blúndukanti úr DROPS Cotton Light.

DROPS mynstur: cl-075

Stærð: ca 23 cm á breidd og ca 21 cm á lengd.

Garn: DROPS COTTON LIGHT fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is. 1 tuska er ca 47 g.

Litir á mynd: hvítur nr 02, natur nr 01, ljós beige nr 21, perlugrár nr 31, mintu nr 27.

Prjónar: nr 3 – eða sú stærð sem þarf til að 23 lykkjur með garðaprjóni verði 10 cm á breidd.

Uppskriftin: Tuskan er prjónuð fram og til baka. Fitjið upp 52 lykkjur á prjóna 3 með Cotton Light. Setjið 1 prjóna - merki í hvora hlið innan við 4 lykkjur frá kanti.

UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið slétt.

UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið slétt.

UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til eftir eru 4 lykkjur á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 sléttar lykkjur (prjónið 2 lykkjur í sömu lykkju með því að prjóna í fremri og aftari lykkjubogann) = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 4 (= ranga): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni yfir á hægri prjón yfir fyrstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur þar til 4 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjunum eru prjónaðar 2 lykkjur slétt = 2 lykkjur fleiri.

UMFERÐ 5 (= rétta): Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, prjónið 1 lykkju slétt, steypið öftustu lykkjunni á hægri prjón yfir fremstu lykkjuna (= 2 lykkjur færri), prjónið síðan sléttar lykkjur út umferðina.

UMFERÐ 6 (= ranga): Prjónið slétt. Endurtakið umferð 3 til 6.

Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 21 cm – endið eftir umferð 6, fellið af.

Prjónið aðra tusku alveg eins úr hverjum og einum lit sem eftir er.

Skylt efni: tuskur

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.