Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Drekaslóð
Hannyrðahornið 27. mars 2017

Drekaslóð

Prjónuð og hekluð sjöl eru alltaf vinsæl en áhuginn hefur aukist til muna eftir að Facebook-hópurinn Svöl sjöl opnaði. Sjöl eru misflókin allt frá garðaprjóni yfir í alls konar blöndur af prjónakúnstum saman í einu sjali. Við birtum hérna eitt fallegt sem hentar byrjendum sem lengra komnum í sjalaprjóni. Garnið í sjalið er á 25% afslætti í mars. 
 
Drekaslóð 
Prjónað DROPS sjal úr Fabel garni með garðaprjóni og blöðum, prjónað frá hlið.
Mál : Um 156 sm meðfram kanti efst og ca 50 sm hátt fyrir miðju.
Garn: DROPS FABEL fæst hjá Handverkskúnst
150 g nr 602, silver fox
50 g nr 111, sinnepsgulur
Drops hringprjónn (60 sm) nr 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 L x 39 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 sm.
SJAL:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar l. Allar umf eru prjónaðar slétt.
Fitjið upp 168 l á hringprjóna nr 4,5 með sinnepsgulu. Prjónið 2 umf slétt. Prjónið nú þannig:
UMFERÐ 1: Skiptið yfir í silver fox, prjónið 2 l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, sláið uppá prjóninn og 1 l sl (= 168 l).
UMFERÐ 2: Prjónið allar l slétt, uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki komi gat.
UMFERÐ 3: Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið út umf (= 166 l).
UMFERÐ 4: Prjónið allar l slétt.
Endurtakið umf 1 til 4 3 sinnum til viðbótar = 160 l. 
UMFERÐ 17: Skiptið yfir í sinnepsgult. Prjónið 2 fyrstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið 2 næstu l slétt saman (aðeins laust), prjónið þar til 1 l er eftir, prjónið 2 l í síðustu l.
UMFERÐ 18: Snúið við og prjónið 3 l til baka. Snúið við og prjónið 2 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 5 l til baka. Snúið við og prjónið 4 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 7 l til baka. Snúið við og prjónið 6 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við og prjónið 9 l. Snúið við og prjónið 8 l, prjónið 2 l í síðustu l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 7 l. Snúið við og prjónið 8 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 5 l. Snúið við og prjónið 6 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 3 l. Snúið við og prjónið 4 l. Snúið við, fellið af fyrstu l (= 1 l á prjóni), prjónið 1 l. Snúið við og prjónið 2 l. Snúið við, fellið af fyrstu l á prjóni, prjónið út umf = 158 l í umf. Nú hafa verið prjónaðar 18 umf yfir allar l (á hægri hlið).  Endurtakið síðan umf 1-18. Prjónið svona þar til 8 l eru eftir á prjóni. Prjónið 2 l slétt saman, 4 l sl, 2 l slétt saman = 6 l. Fellið af.
 
 
Prjónakveðja,  Guðrún María.
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.