Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Falleg barnapeysa fyrir sumarið
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 13. mars 2017

Falleg barnapeysa fyrir sumarið

Höfundur: Gallery Spuni
Það er svo gaman að prjóna fallegar barnapeysur og enn skemmtilegra þegar börnin fá þær til að spóka sig um í þeim. Hjartað fyllist af stolti að sjá fallegu börnin okkar, fallegu brosin þeirra í nýrri heimaprjónaðri peysu. 
 
Þessi æðislega peysa er fyrir bæði stelpur og stráka og er fullkomin fyrir íslenskt sumar. Við sjáum hana fyrir okkur í björtum fallegum sumarlitum.
 
Það verður æðislegt að sjá fullt af svona peysum hlaupandi um í vor og sumar enda fullkomin sumardagsgjöf fyrir litla kroppa.
 
David frá DROPS Design
DROPS peysa prjónuð ofan frá og niður úr Karisma eða Merino Extra Fine með norsku mynstri. 
Stærð 3 – 12 ára 
DROPS Design: Mynstur nr U-047-bna
Garnflokkur B
Stærð: 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærð í cm: 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152
 
Efni: 
DROPS KARISMA frá Garnstudio
250-300-350-400-450 gr litur nr 16, dökk grár
50-100-100-100-100 gr litur nr 01, natur 
50-50-50-50-50 gr litur nr 44, ljós grár
 
Eða notið:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio
250-300-350-400-450 gr litur nr 18, eplagrænn
50-100-100-100-100 gr litur nr 01, natur 
50-50-50-50-50 gr nr 26, pistasíu
DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (40 og 60 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 l og 28 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm. ATH: Til þess að hringlaga berustykkið verði rétt verður prjónfestan að passa á hæðina.
DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (40 og 60 cm) NR 3 – fyrir stroff.
 
MYNSTUR: 
Teikning M.1 og M.2. Mynstrið er prjónað með sléttprjóni. 
 
PEYSA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður.
 
BERUSTYKKI:
Fitjið upp 84-88-92-96-100 l á stutta hringprjóna nr 3 með dökk gráum eða ólífugrænum. Setjið prjónamerki í byrjun umf (= miðja að aftan). Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 3-3-4-4-5 cm (= kantur á hálsmáli). Skiptið yfir á stutta hringprjóna nr 4. Prjónið 1 umf slétt jafnframt er lykkjufjöldinn jafnaður út til 78-84-90-98-105 l. Prjónið nú upphækkun að aftan með sléttprjóni þannig: Prjónið 8 l sl framhjá prjónamerki, snúið við, herðið á bandi og prjónið 16 l br, snúið við, herðið á bandi og prjónið 24 l sl, snúið við, haldið áfram að prjóna yfir 8 l fleiri í hvert skipti áður en snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 48-48-64-64-80 l, snúið við og prjónið 1 umf slétt aftur fram að miðju að aftan. Prjónið nú M.1 – sjá teikningu fyrir rétta stærð! Skiptið yfir á stærri hringprjóna þegar þörf er á. Þegar M.1 er lokið eru 208-224-240-252-270 l á prjóni. Prjónið 0-0-1-0-1 cm með dökk gráum eða ólífugrænum. Stykkið mælist nú ca 14-15-16-17-18 cm við miðju að framan (mælt án stroffs í hálsmáli). Stykkið er prjónað til loka með dökk gráum eða ólífugrænum og sléttprjóni. Fyrst er prjónuð 1 umf jafnframt því sem aukið er út um 4-4-4-12-10 l jafnt yfir = 212-228-244-264-280 l. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið 31-33-35-37-39 l, setjið næstu 44-48-52-58-62 l á band fyrir ermi (án þess að prjónað þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar l, prjónið 62-66-70-74-78 l (= framstykki), setjið næstu 44-48-52-58-62 á band fyrir ermi (án þess að prjóna þær fyrst), fitjið upp 6 nýjar l, prjónið 31-33-35-37-39 l. 
 
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 136-144-152-160-168 l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með sléttprjóni í 23-26-29-32-35 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3. Prjónið 1 umf jafnframt því sem aukið er út um 12 l jafnt yfir = 148-156-164-172-180. Prjónið nú stroff = 2 l sl, 2 l br í 3 cm. Fellið síðan af með sl yfir sl og br yfir br.
 
ERMI:
Setjið l af öðru bandinu á sokkaprjóna nr 4, fitjið að auki upp 6 l mitt undir ermi (setjið prjónamerki mitt í þessar l) = 50-54-58-64-68 l. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn með dökk gráum eða ólífugrænum. Þegar stykkið mælist 2 cm, fellið af 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið úrtöku með 4½-3½-4-3-3½ cm millibili alls 5-7-7-10-10 sinnum = 40-40-44-44-48 l. Þegar ermin mælist 20-24-28-31-35 cm, prjónið M.2, skiptið nú yfir á sokkaprjóna nr 3. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 3 cm, fellið nú af með sl yfir sl og br yfir br.
 
Prjónið nú alveg eins yfir l á bandi á hinni hliðinni. 
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman og undir ermum.
 
Mynstur
  = natur 
  = dökk grár eða eplagrænn 
  = ljós grár eða pistasíu 
   = sláið uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt til að koma í veg fyrir göt (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann). 
 
Kveðja, Gallery Spuni
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.