Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jólasveinahúfa
Hannyrðahornið 20. nóvember 2019

Jólasveinahúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Jólin nálgast og þá hefjast margir handa við að prjóna jólasveinahúfu á börnin. Á garnstudio.com má finna nokkar útgáfur og birtum við hér eina prjónaða úr dásamlega Drops Nepal garninu.
 
Stærðir: 3/5 (6/9) 10/12 ára
 
Höfuðmál: ca 50/52 (52/54) 54/56 cm
 
Garn: Drops Nepal (fæst hjá Handverkskúnst)
• Rauður nr 3620: 150 g í allar stærðir
• Hvítur nr 1101: 50 g í allar stærðir 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 cm, nr 4,5 og 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttu prjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
Kantur (húfa með röndóttum kanti): Prjónið *2 umferðir garðaprjón með hvítum, 2 umferðir garðaprjón með rauðum*, prjónið frá *-* alls 4 sinnum, prjónið 2 umferðir garðaprjón með hvítum = 18 umferðir garðaprjón.
 
Kantur (húfa með hvítum kanti): Prjónið 18 umferðir garðaprjón með hvítum.
 
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 19. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjónaðar eru 18. og 19. hver lykkja slétt saman.
 
Húfa með röndóttum kanti: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, skiptið yfir á sokkaprjóna þegar þörf er á. Fitjið upp 76 (78) 84 lykkjur á hringprjón nr 4,5 með hvítum. Prjónið KANT – sjá útskýringu að ofan. Kanturinn mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið með rauðum og sléttu prjóni. Þegar stykkið mælist 13 (13) 15 cm prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 4 (0) 0 lykkjur jafnt yfir. = 72 (78) 84 lykkjur.
 
Setjið 6 prjónamerki í húfuna án þess að prjóna, með 12 (13) 14 lykkja millibili. Fækkið síðan lykkjum á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= fækkað um 6 lykkjur í hverri umferð). Fækkið lykkjum svona með 3½ (3½) 3 cm millibili alls 10 (11) 12 sinnum = 12 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið síðan 2 og 2 lykkjur slétt saman. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 45 (48) 48 cm.
 
Dúskur: Gerið einn dúsk ca 5 cm að þvermáli með hvítum lit. Saumið dúskinn niður efst á húfuna eða kaupið loðdúsk (sjá á www.garn.is)
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL