Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jólasveinahúfa
Hannyrðahornið 20. nóvember 2019

Jólasveinahúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Jólin nálgast og þá hefjast margir handa við að prjóna jólasveinahúfu á börnin. Á garnstudio.com má finna nokkar útgáfur og birtum við hér eina prjónaða úr dásamlega Drops Nepal garninu.
 
Stærðir: 3/5 (6/9) 10/12 ára
 
Höfuðmál: ca 50/52 (52/54) 54/56 cm
 
Garn: Drops Nepal (fæst hjá Handverkskúnst)
• Rauður nr 3620: 150 g í allar stærðir
• Hvítur nr 1101: 50 g í allar stærðir 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 cm, nr 4,5 og 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttu prjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
 
Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
Kantur (húfa með röndóttum kanti): Prjónið *2 umferðir garðaprjón með hvítum, 2 umferðir garðaprjón með rauðum*, prjónið frá *-* alls 4 sinnum, prjónið 2 umferðir garðaprjón með hvítum = 18 umferðir garðaprjón.
 
Kantur (húfa með hvítum kanti): Prjónið 18 umferðir garðaprjón með hvítum.
 
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 19. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjónaðar eru 18. og 19. hver lykkja slétt saman.
 
Húfa með röndóttum kanti: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, skiptið yfir á sokkaprjóna þegar þörf er á. Fitjið upp 76 (78) 84 lykkjur á hringprjón nr 4,5 með hvítum. Prjónið KANT – sjá útskýringu að ofan. Kanturinn mælist 5 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið með rauðum og sléttu prjóni. Þegar stykkið mælist 13 (13) 15 cm prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 4 (0) 0 lykkjur jafnt yfir. = 72 (78) 84 lykkjur.
 
Setjið 6 prjónamerki í húfuna án þess að prjóna, með 12 (13) 14 lykkja millibili. Fækkið síðan lykkjum á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= fækkað um 6 lykkjur í hverri umferð). Fækkið lykkjum svona með 3½ (3½) 3 cm millibili alls 10 (11) 12 sinnum = 12 lykkjur eftir á prjóni. Prjónið síðan 2 og 2 lykkjur slétt saman. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. Stykkið mælist ca 45 (48) 48 cm.
 
Dúskur: Gerið einn dúsk ca 5 cm að þvermáli með hvítum lit. Saumið dúskinn niður efst á húfuna eða kaupið loðdúsk (sjá á www.garn.is)
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.