Ljósmæðratuskan
Höfundur: Handverkskúnst
Ljósmæðrateppið hefur verið mjög vinsælt síðustu árin enda afskaplega fallegt teppi. Ég var svo hrifin af þessu mynstri að ég ákvað að yfirfæra það í tusku og finnst útkoman bara nokkuð vel heppnuð.
Garn: Scheepjes Cotton 8 eða Scheepjes Sunkissed, 1 dokka, fæst hjá Handverkskúnst.
Heklunál: 3 mm
Stærð tusku með kanti: B 24 x L 22 cm.
Skammstafanir: Sl. – sleppa, L – lykkja, LL – loftlykkja, FP – fastapinni, ST – stuðull, LL-bil – loftlykkjubil.
Hekið 57 LL
1. umf: Heklið 1 ST í fjórðu LL frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er teljast sem 1 ST), 1 ST í allar L. (54 ST)
2.-3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 53 L.
4. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L.
5. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L (líka LL-bil), 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L.
6. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 7 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 ST.
7. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 3 L, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L.
8. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 6 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 2 ST, 1 FP í LL-BIL, 3 LL, sl. 2 ST, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 30 L.
9. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í LL-BIL, 3 LL, sl. 1 FP, 2 ST í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L.
10 umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 3 ST í LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 L.
11. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L.
Endurtakið 4.-11. umf tvisvar sinnum til viðbótar.
28. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L.
29.-31. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 53 L.
Heklið 1 umferð af FP í kringum tuskuna og heklið svo 1 umferð af krabbahekli.
Vona að ykkur líki tuskan jafn vel og okkur.
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is