Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ljúfa Lísa
Hannyrðahornið 2. maí 2017

Ljúfa Lísa

Höfundur: Handverkskúnst
Ég prjónaði svona kjól á Maíu Sigrúnu ömmuskottu á síðasta ári og vakti kjóllinn mikla lukku hjá dömunni.  
 
Cotton Merino garnið er blanda af merino ull og bómull. Garnið er létt í sér, mjúkt og virkilega gott að vinna með, svo má það fara beint í þvottavélina.
 
Prjónakveðja
Guðrún María hjá 
Handverkskúnst.
 
Stærð: 
1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4 - 5/6 ára)
Stærð í cm: 56/62 - 68/74 - 80/86 - 92 - 98/104 - 110/116.
 
Efni : DROPS COTTON MERINO fæst hjá Handverkskúnst
150-150-150 (200-200-250) gr litur nr 06, rauður
 
HRINGPRJÓNAR (80 og 40 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 l og 30 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
 
HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 3 – fyrir stroff
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*.
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1, A.2 eða A.3. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Sjá teikningu fyrir óskaða stærð:
 
STÆRÐ 1/3 og 6/9 mán: Prjónið A.1
STÆRÐ 12/18 mán og 2 ára: Prjónið A.2
STÆRÐ 3/4 og 5/6 ára: Prjónið A.3
 
ÚRTAKA:
Fellið af á eftir 1.-2.-4. og 5. prjónamerki þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. 
 
Fellið af á undan 3.-4.-6. og 1. prjónamerki þannig: Byrjið 2 l á undan prjónamerki og prjónið 2 l slétt saman.
 
ÚRTAKA-2:
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
 
Fellið af á eftir 4 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.
 
Fellið af á undan 4 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Byrjið 2 l á undan 4 kantlykkjum og prjónið 2 l slétt saman.
 
KJÓLL:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp.
 
Fitjið upp 152-160-176 (188-204-212) l á hringprjóna nr 3,5 með Cotton Merino. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá skýringu að ofan. Setjið síðan 6 prjónamerki í stykkið þannig: 1. Prjónamerki er sett í byrjun umf (= hlið), 2. Prjónamerki er sett eftir 23-25-27 (29-31-33) l, 3.
Prjónamerki er sett eftir 30-30-34 (36-40-40) l, 4. Prjónamerki er sett eftir 23-25-27 (29-31-33) l (= hlið), 5. Prjónamerki er sett eftir 23-25-27 (29-31-33) l, 6. Prjónamerki er sett eftir 30-30-34 (36-40-40) l (nú eru 23-25-27 (29-31-33) l eftir í umf eftir síðasta prjónamerki. Prjónið sléttprjón hringinn og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu.
 
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
 
Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um1 l hvoru megin við 1. og 4. prjónamerki, fellið af 1 l á eftir 2. og 5. prjónamerki og 1 l á undan 3. og 6. prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku með 2½-3-3 (3-3-3½) cm millibili alls 7-7-8 (8-9-9) sinnum = 96-104-112 (124-132-140) l. Haldið áfram með sléttprjón þar til stykkið mælist 19-22-25 (25-28-32) cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3, prjónið síðan stroff hringinn þannig: 1 l sl, * 2 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir í umf, endið á 2 l br og 1 l sl. Þegar stroffið mælist 1½-1½-1½-2-2-2 cm prjónið gatakant þannig: 1 l sl, * 2 l br saman, sláið uppá prjóninn, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir í umf, endið á 2 l br saman, sláið uppá prjóninn og 1 l sl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umf er eftir að þar til stroffið mælist 3-3-3-4-4-4 cm.
 
Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 48-52-56 (62-66-70) l (= framstykki), fellið af næstu 48-52-56 (62-66-70) l LAUST af með sl yfir sl og br yfir br (= bakstykki).
 
FRAMSTYKKI:
Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
 
Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið fyrstu umf frá réttu þannig: 4 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, 12-14-15 (18-19-21) l sléttprjón, prjónið mynstur eftir A.1, A.2 EÐA A.3 (Sjá teikningu fyrir þína stærð = 16-16-18 (18-20-20) l), 12-14-15 (18-19-21) l sléttprjón og 4 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka, JAFNFRAMT eftir 1 cm er fækkað um 1 l á hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA-2. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið með 1-1-1½ (1½-1½-1½) cm millibili alls 9-9-9 (10-10-10) sinnum = 30-34-38 (42-46-50) l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 11-12-13 (15-16-17) cm frá prjónamerki – passið uppá að næsta umf sé prjónuð frá réttu, prjónið 6 umf garðaprjón fram og til baka yfir allar l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 8 l sl og setjið þessar l á 1 band fyrir axlaband, fellið af næstu 14-18-22 (26-30-34) l og prjónið sl yfir síðustu 8 l (= axlaband).
 
AXLABAND:
Haldið áfram með garðaprjón fram og til baka þar til bandið mælist ca 18-25 c (eða að óskaðri lengd). Fellið af og endurtakið á hinni hliðinni. Saumið bandið niður að stroffi á kjól.
 
SNÚRA: 
Klippið 2 þræði af Cotton Merino ca 3 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið við miðju að framan og þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferð á stroffi við mitti. 
 

 

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.