Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Notalegt hálsskjól
Hannyrðahornið 18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Höfundur: Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Nú þegar vetur nálgast er gott að byrja á vetrarprjóni. Þetta fallega og einfalda hálsskjól situr svo vel á börnum. Uppskrift að húfunni má finna á vef garnstudio.com

Drops Design: nr me-084-bn Stærðir: 2 (3/5) 6/9 (10/12) ára

Garn: DROPS Merino Extra Fine (fæst í Handverkskúnst)
150 (150) 200 (200) g litur á mynd nr 38, blá þoka

Prjónar: Hringprjónar 40 cm, nr 3 og 3,5. Sokkaprjónar nr 3,5 Prjónfesta: 22 lykkjur x 30 umferðir = 10 x 10 cm í sléttu prjóni.

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚRTAKA-2 (á við um hliðar framan og aftan á hálsskjóli):
Öll úrtaka er gerð frá réttu og lykkjum ef fækkað innan við 5 kantlykkjur í garðaprjóni.

FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR 5 KANTLYKKJUM Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG:

Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).

FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN 5 KANTLYKKJUM Í GARÐAPRJÓNI ÞANNIG:

Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan 5 kantlykkjum og prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri).

Útaukning (á við um útaukningu fyrir axlarsæti):

Á UNDAN PRJÓNAMERKI:

Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.

Á EFTIR PRJÓNAMERKI:

Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.

GARÐAPRJÓN: Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón frá vinstri öxl (þegar stykkið er mátað) – prjónað er ofan frá og niður. Fyrst er prjónaður kantur í hálsi í stroffprjóni. Síðan eru lykkjur auknar út fyrir axlarsæti í hvorri hlið, áður en axlalykkjurnar eru felldar af. Síðan er bakstykkið og framstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig til loka máls.

Fitjið upp 96 (104) 112 (120) lykkjur á stutta hringprjóna nr 3. Prjónið stroff hringinn (= 2L sl, 2L br) í 8 (9) 10 (11) cm, eða að óskaðri lengd. Nú eru sett 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert prjónamerki er sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð síðar þegar auka á út fyrir axlarsæti. Setjið fyrsta prjónamerki í byrjun á umferð – á undan fyrstu lykkju, teljið 38 (38) 42 (42) lykkjur (= bakstykki), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 10 (14) 14 (18) lykkjur (= öxl), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 38 (38) 42 (42) lykkjur (= framstykki), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 10 (14) 14 (18) lykkjur eftir á öxl á eftir síðasta prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út við hvert prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón nr 3,5 og prjónið fyrstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir 38 (38) 42 (42) lykkjur á bakstykki og fækkið jafnframt um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá ÚRTAKA/ ÚTAUKNING, haldið áfram með stroff yfir 10 (14) 14 (18) lykkjur á öxl, prjónið sléttprjón yfir 38 (38) 42 (42) lykkjur á framstykki og fækkið jafnframt um 6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, haldið áfram með stroff yfir 10 (14) 14 (18) lykkjur á öxl = 84 (92) 100 (108) lykkjur.

Síðan er aukið út fyrir axlarsæti eins og útskýrt er að neðan.

ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI:

Prjónið sléttprjón yfir 32 (32) 36 (36) lykkjur á bakstykki og framstykki og stroffprjón yfir 10 (14) 14 (18) axlalykkjur. JAFNFRAMT er aukið út um 4 lykkjur í hverri umferð fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki og á EFTIR 1. og 3. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri – útauknar lykkjur tilheyra framstykki og bakstykki, þ.e.a.s. að 10 (14) 14 (18) axlalykkjurnar haldast stöðugar). Aukið svona út í hverri umferð alls 8 (10) 12 (12) sinnum = 116 (132) 148 (156) lykkjur.

Í næstu umferð eru alxalykkjurnar felldar af, þ.e.a.s. prjónað er frá byrjun á umferð þannig (= við 1. prjónamerki): Prjónið 5 lykkjur brugðið, 38 (42) 50 (50) lykkjur sléttprjón, 5 lykkjur brugðið, fellið af næstu 10 (14) 14 (18) axlalykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur, 5 lykkjur brugðið, 38 (42) 50 (50) lykkjur sléttprjón, 5 lykkjur brugðið, fellið af 10 (14) 14 (18) axlalykkjur með brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur. Ekki klippa þráðinn frá. Bakstykkið og framstykkið er síðan prjónað hvort fyrir sig fram og til baka á hringprjóna.

BAKSTYKKI: = 48 (52) 60 (60) lykkjur. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar bakstykkið mælist 2 (3) 3 (3) cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 21⁄2 (3) 3 (3) cm millibili alls 3 (3) 4 (4) sinnum í hvorri hlið = 42 (46) 52 (52) lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 10 (12) 13 (14) cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af. Nú eru eftir ca 3 cm til loka máls, mátið e.t.v. hálsskjólið og prjónið að óskaðri lengd.

Nú eru lykkjur auknar út eins og útskýrt er að neðan, til að koma í veg fyrir að stroffið sem prjóna á dragi ekki stykkið saman. Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður þar sem aukið er út um 10 (10) 12 (12) lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ ÚTAUKNING = 52 (56) 64 (64) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón nr 3. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, *2L sl, 2L br*, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING!

Hálsskjólið mælist ca 13 (15) 16 (17) cm frá þar sem axlalykkjur voru felldar af.

FRAMSTYKKI: = 48 (52) 60 (60) lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki, þ.e.a.s. framstykki og bakstykki eru alveg eins.

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024