Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Teppið Tólf ský
Hannyrðahornið 17. desember 2019

Teppið Tólf ský

Létt og fljótprjónað teppi, prjónaðir ferningar með gatamynstri. Stykkið er prjónað úr 2 þráðum Drops Alpaca en einnig er hægt að nota 1 þráð af Drops Air eða Drops Nepal. 
 
 
 
 
Stærð: ca 96x128 cm.
Garn: 
Drops Alpaca
- Rjómahvítur nr 0100: 400 g 
- Ljósperlugrár nr 9020: 400 g
 
Prjónar: Hringprjónn 60 cm, nr 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur með gatamynstri með 2 þráðum verði 10 cm á breidd, 1 ferningur mælist ca 32x32 cm.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningar A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. A.4 sýnir hvernig ferningarnir eru settir saman.
 
TEPPI: Teppið samanstendur af 12 ferningum sem saumaðir eru saman í lokin.
 
Ferningur A: Fitjið upp 55 lykkjur með 1 þræði af hvorum lit. Prjónið 6 umferðir garðaprjón (slétt allar umferðir). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.1A (= 12 lykkjur), prjónið A.1B yfir næstu 24 lykkjurnar (= 2 mynstureiningar 12 lykkjur), prjónið A.1C (= 13 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist ca 30 cm – endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina, prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið alls 4 ferninga.
 
Ferningur B: Fitjið upp 55 lykkjur með 2 þráðum af rjómahvítum. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.2A (= 3 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 42 lykkjur (= 7 mynstureiningar 6 lykkjur), prjónið A.2C (= 4 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur.
 
Þegar stykkið mælist ca 30 cm – endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina og stillið málið eftir ferningi A, prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið alls 4 ferninga.
 
Ferningur C: Fitjið upp 55 lykkjur með 2 þráðum af ljósperlugráum. Prjónið 6 umferðir garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með garðaprjóni, prjónið A.3 yfir næstu 49 lykkjur (= 7 mynstureiningar 7 lykkjur) og endið með 3 kantlykkjur með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar mynstrið mælist ca 30 cm - endið eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina og stillið málið eftir ferning A og B, prjónið 6 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið alls 4 ferninga.
 
Frágangur: Leggið ferningana saman eins og sýnt er í A.4. Saumið ferningana saman með 1 þræði af ljósperlugráum – saumið kant í kant yst í lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur. Passið uppá að saumarnir verði ekki stífir. Klippið alla þræði og festið enda.
 
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.