Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tíglatuskur
Hannyrðahornið 16. október 2023

Tíglatuskur

Höfundur: Drops Design www.garnstudio.com

Prjónaðar tuskur með fallegu gatamynstri sem myndar tígla. Við mælum með tveimur bómullar- tegundum frá DROPS í tuskur. DROPS Safran sem fæst í 45 litbrigðum og kostar dokkan 440 kr. og DROPS ♥️ You 7 sem fæst í 57 litbrigðum og kostar aðeins 285 kr.

DROPS mynstur: e-308

Stærð: 1 tuska er ca 26x26 cm og ca 32 grömm.

Garn: DROPS Safran eða DROPS ♥You 7, fæst hjá Handverkskúnst, www.GARN.is

Litir á mynd: DROPS Safran - Þokubleikur nr 56, Natur nr 18, Rauður leir nr 59, Ljósbrúnn nr 22. Sambærilegir litir í DROPS ♥ You 7 - Ljósferskja nr 54, Ryð nr 34, Súkkulaði nr 37, Perla nr 32.

Prjónar: nr 2,5 eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur í sléttuprjóni verði 10 cm á breidd.

Uppskrift: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 67 lykkjur á prjón 2,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur.

Prjónið síðan eftir mynsturteikningu frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni, A.1 yfir 5 lykkjur, A.2 yfir 50 lykkjur (=5 endurtekningar), A.3 yfir 6 lykkjur og prjónið 3 lykkjur í garðaprjóni.

Haldið áfram að prjóna eftir mynsturteikningu svona þar til stykkið mælist ca 25 cm, endið eftir 10. eða 20. umferð í mynsturteikningu.

Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð. Klippið frá og gangið frá endum.

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...