Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Aðalsteinn Jörgensen kann að egna gildrur eins og sást í bikarleik nýverið.
Aðalsteinn Jörgensen kann að egna gildrur eins og sást í bikarleik nýverið.
Mynd / BÞ
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesambands Íslands fimmtudaginn 15. ágúst síðastliðinn í bikarkeppni BSÍ.

Hrikti í himni og jörð, svo hart var barist. Viðureigninni lauk með sigri landsliðsspilaranna í Infocapital. Þeir Aðalsteinn Jörgensen, Birkir Jón Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson sáu um að skjóta sveitinni áfram í átta liða úrslit.

„Heldurðu að ég sé fæddur í gær?“

Þannig spurði Bjarni, stundum kallaður Meistarinn, liðsmann andstæðinganna þegar spurt hafði verið hvort Bjarni byggi yfir nægri kunnáttu til að hella upp á sérhæfða kaffikönnu Bridgesambandsins.

Bjarni setti vatn og kaffi í vélina, ýtti á takka og hélt svo áfram að spila.

Nokkru síðar eyðilagðist eldhúsið.

Lapþunnt kaffi flaut um öll gólf. Heilt þorp þurfti til að skúra upp óskundann. Bjarna til varnar verður þó að nefna að þótt kaffikannan léki ekki í höndum hans tókst honum betur upp með útspilin. Umsjónarmaður sá eitt slíkt skila 15 impum til Infocapital.

En spil dagsins á sveitarfélagi Bjarna, heimsmeistarinn Aðalsteinn Jörgensen.

Allt spilið:

Suður opnaði á einu hjarta, Birkir Jón Jónsson meldaði tvo tígla, pass hjá norðri og Aðalsteinn sem sat í vestur átti engan sagnkost góðan. Hann valdi að stökkva í 3 grönd.

Eftir vel heppnað laufútspil suðurs virtist spilið andvana fætt. Þeir sem ekki kunna að berjast hefðu tekið tígulslagina og sætt sig við að fara tvo niður. Aðalsteinn varð aftur á móti ekki heimsmeistari með því að gefast upp þótt útlitið virtist svart. Hann er brögðóttur og spilaði leiftursnöggt í slaf tvö spaðagosa og lét rúlla þegar suður dúkkaði. Ef suður hefði drepið og spilað aftur laufi sjá lesendur að NS hefðu skrifað 300 í sinn dálk, þrír niður. En norður var ekki með laufstöðuna á hreinu og enn meiri flækja koma upp þegar Aðalsteinn tæmdi tíglana í botn. Níundi slagur Alla kom á hjarta – og munaði um minna.

Allir undir tvítugu spila frítt

Vegna fyrirspurnar sem borist hefur briddsþætti Bændablaðsins skal áréttað að Bridgesamband Íslands hefur um skeið haft uppi þá stefnu að allir Íslendingar, tvítugir og yngri, spili frítt á öllum mótum á vegum sambandsins, engin ungmenni greiða keppnisgjöld.
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri BSÍ, segir að með þessu vilji BSÍ styðja og hvetja unga spilara til keppnismennsku.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...