Aðalsteinn Jörgensen kann að egna gildrur eins og sást í bikarleik nýverið.
Aðalsteinn Jörgensen kann að egna gildrur eins og sást í bikarleik nýverið.
Mynd / BÞ
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesambands Íslands fimmtudaginn 15. ágúst síðastliðinn í bikarkeppni BSÍ.

Hrikti í himni og jörð, svo hart var barist. Viðureigninni lauk með sigri landsliðsspilaranna í Infocapital. Þeir Aðalsteinn Jörgensen, Birkir Jón Jónsson, Sigurbjörn Haraldsson og Bjarni H. Einarsson sáu um að skjóta sveitinni áfram í átta liða úrslit.

„Heldurðu að ég sé fæddur í gær?“

Þannig spurði Bjarni, stundum kallaður Meistarinn, liðsmann andstæðinganna þegar spurt hafði verið hvort Bjarni byggi yfir nægri kunnáttu til að hella upp á sérhæfða kaffikönnu Bridgesambandsins.

Bjarni setti vatn og kaffi í vélina, ýtti á takka og hélt svo áfram að spila.

Nokkru síðar eyðilagðist eldhúsið.

Lapþunnt kaffi flaut um öll gólf. Heilt þorp þurfti til að skúra upp óskundann. Bjarna til varnar verður þó að nefna að þótt kaffikannan léki ekki í höndum hans tókst honum betur upp með útspilin. Umsjónarmaður sá eitt slíkt skila 15 impum til Infocapital.

En spil dagsins á sveitarfélagi Bjarna, heimsmeistarinn Aðalsteinn Jörgensen.

Allt spilið:

Suður opnaði á einu hjarta, Birkir Jón Jónsson meldaði tvo tígla, pass hjá norðri og Aðalsteinn sem sat í vestur átti engan sagnkost góðan. Hann valdi að stökkva í 3 grönd.

Eftir vel heppnað laufútspil suðurs virtist spilið andvana fætt. Þeir sem ekki kunna að berjast hefðu tekið tígulslagina og sætt sig við að fara tvo niður. Aðalsteinn varð aftur á móti ekki heimsmeistari með því að gefast upp þótt útlitið virtist svart. Hann er brögðóttur og spilaði leiftursnöggt í slaf tvö spaðagosa og lét rúlla þegar suður dúkkaði. Ef suður hefði drepið og spilað aftur laufi sjá lesendur að NS hefðu skrifað 300 í sinn dálk, þrír niður. En norður var ekki með laufstöðuna á hreinu og enn meiri flækja koma upp þegar Aðalsteinn tæmdi tíglana í botn. Níundi slagur Alla kom á hjarta – og munaði um minna.

Allir undir tvítugu spila frítt

Vegna fyrirspurnar sem borist hefur briddsþætti Bændablaðsins skal áréttað að Bridgesamband Íslands hefur um skeið haft uppi þá stefnu að allir Íslendingar, tvítugir og yngri, spili frítt á öllum mótum á vegum sambandsins, engin ungmenni greiða keppnisgjöld.
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri BSÍ, segir að með þessu vilji BSÍ styðja og hvetja unga spilara til keppnismennsku.

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld